Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?

EDS

Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars:
Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmaturinn skerpir athyglina og býr fólk betur undir daginn auk þess sem þeir, sem borða morgunmat, virðast síður eiga í vanda með líkamsþyngdina.

Þetta má ekki misskiljast þannig að það eitt að sleppa morgunmat geri fólk sjálfkrafa feitt. Sá sem ekki borðar morgunmat en borðar hollan og góðan mat á öðrum tímum dags er sjálfsagt ekkert líklegri til þess að fitna en sá sem borðar á morgnana. Hins vegar er kannski hætt við því að þeir sem ekki borða á morgnanna verði fyrr svangir en þeir sem borða staðgóðan morgunverð og séu því líklegri til þess að fá sér bita á milli mála. Sá biti er ekki endilega það allra hollasta því fólki hættir til að grípa í eitthvað sem gefur skjóta orku en inniheldur ekki hagstæða samsetningu næringarefna.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör bæði um holdarfar og næringu og má finna þau með því að nota leitarvélina hér efst til hægri.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Helena Sól Ómarsdóttir, f. 1995, Aldís Embla, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7285.

EDS. (2008, 1. apríl). Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7285

EDS. „Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?
Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars:

Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmaturinn skerpir athyglina og býr fólk betur undir daginn auk þess sem þeir, sem borða morgunmat, virðast síður eiga í vanda með líkamsþyngdina.

Þetta má ekki misskiljast þannig að það eitt að sleppa morgunmat geri fólk sjálfkrafa feitt. Sá sem ekki borðar morgunmat en borðar hollan og góðan mat á öðrum tímum dags er sjálfsagt ekkert líklegri til þess að fitna en sá sem borðar á morgnana. Hins vegar er kannski hætt við því að þeir sem ekki borða á morgnanna verði fyrr svangir en þeir sem borða staðgóðan morgunverð og séu því líklegri til þess að fá sér bita á milli mála. Sá biti er ekki endilega það allra hollasta því fólki hættir til að grípa í eitthvað sem gefur skjóta orku en inniheldur ekki hagstæða samsetningu næringarefna.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör bæði um holdarfar og næringu og má finna þau með því að nota leitarvélina hér efst til hægri.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....