Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmaturinn skerpir athyglina og býr fólk betur undir daginn auk þess sem þeir, sem borða morgunmat, virðast síður eiga í vanda með líkamsþyngdina.Þetta má ekki misskiljast þannig að það eitt að sleppa morgunmat geri fólk sjálfkrafa feitt. Sá sem ekki borðar morgunmat en borðar hollan og góðan mat á öðrum tímum dags er sjálfsagt ekkert líklegri til þess að fitna en sá sem borðar á morgnana. Hins vegar er kannski hætt við því að þeir sem ekki borða á morgnanna verði fyrr svangir en þeir sem borða staðgóðan morgunverð og séu því líklegri til þess að fá sér bita á milli mála. Sá biti er ekki endilega það allra hollasta því fólki hættir til að grípa í eitthvað sem gefur skjóta orku en inniheldur ekki hagstæða samsetningu næringarefna. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör bæði um holdarfar og næringu og má finna þau með því að nota leitarvélina hér efst til hægri. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.