Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 158 svör fundust
Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
Þar sem norður- og suðurljós eru alltaf til staðar á sama tíma og eru því sem næst samhverf, verður aðeins talað um norðurljós hér eftir. Forsendur fyrir norðurljós á reikistjörnum eru nægilega sterkt segulsvið og nægilegur lofthjúpur. Í sólkerfinu okkar er staðfest að norðurljós hafa sést á jörðinni, Satúrnusi...
Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?
Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...
Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?
Í svari Ara Ólafssonar við spurningunni: Hvernig myndast regnboginn? stendur: Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnb...
Hvernig var tískan á stríðsárunum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var tískan á millistríðsárunum? er fjallað um tískuna á 3. og 4. áratug 20. aldar og er það ágætis inngangur að þessu svari. Seinni heimsstyrjöldin braust út í byrjun september árið 1939. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Óhætt er að y...
Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?
Hræðsla við rauðhært fólk kemur víða fram í þjóðtrú. Á Írlandi er talið mikið ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu á vegferð sinni þótt varla verði hjá því komist í stærri bæjum þar í landi. Sums staðar hafa rauðhærðir jafnvel álíka slæmt orð á sér og svartir kettir. Í einstaka tilfellum eru rauðhærðir þó frekar gæf...
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...
Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?
Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeining...
Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?
Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Af hverju erum við ekki með eins lituð augu? Af hverju erum við með lit á augunum? Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum h...
Af hverju kemur blóð þegar við dettum?
Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...
Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?
Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?" Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, ...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?
Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...
Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?
Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...
Hvernig breytist snjór í jökulís?
Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...