Það sem plantan notar ekki eru ljósbylgjurnar á milli rauða og bláa, og þær eru bylgjulengdir græna og gula hluta sólarljóssins. Þessu er svo endurkastað frá laufblöðunum og þess vegna sjáum við græn laufblöð.Þess vegna er hægt að segja að plöntur séu ekki bláar af því að þær nýta bláar bylgjulengdir sólarljóss við ljóstillífun. Og plöntur eru ekki hvítar af því að hlutir sem eru hvítir endurkasta öllu sólarljósinu frá sér. Ef plöntur væru hvítar gætu þær alls ekki nýtt sólarljósið við ljóstillífun. Heimildir og frekara lesefni:
- Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson
- Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin? eftir Ólafur Patrick Ólafsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.