Það sem plantan notar ekki eru ljósbylgjurnar á milli rauða og bláa, og þær eru bylgjulengdir græna og gula hluta sólarljóssins. Þessu er svo endurkastað frá laufblöðunum og þess vegna sjáum við græn laufblöð.

- Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson
- Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin? eftir Ólafur Patrick Ólafsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.