Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?

EDS

Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna leiðbeiningar og gagnleg ráð við ýmsu sem upp kann að koma í heimilishaldi. Þar með talið hvernig hægt er að vinna á ýmiss konar blettum. Það sem hér fer á eftir er byggt á ráðleggingum Leiðbeiningastöðvarinnar.

Áður en hafist er handa við blettahreinsun ætti alltaf að skoða vel meðferðarmerkingar á fatnaði þar sem sum efni og litir þola ekki þvott. Í þeim tilfellum er best að fara með flíkina í efnalaug. Einnig má hafa í huga að efnalaugar hafa yfir að ráða hreinsiefnum sem geta náð þrálátum blettum úr fatnaði og þar hefur starfsfólk þekkingu og reynslu á þessu sviði.

Almennt gildir að það ætti að reyna sem allra fyrst, og helst strax, að ná blettum úr fatnaði eða öðru því sem hefur blettast. Ef blettur situr of lengi getur efnið drukkið hann í sig og hann þornað inn í efnið með þeim afleiðingum að erfiðara verður að ná honum úr og jafnvel ógerlegt. Í mörgum tilfellum dugar að bera blettaeyði eins og finna má í þvottaefnishillum verslana á óhreina flötinn og þvo síðan á hefðbundinn hátt. Sumir blettir þurfa hins vegar sérmeðhöndlun.

Margir þurfa að glíma við þá þraut að ná grasgrænu úr fötum.

Hér var sérstaklega spurt um grasgrænu. Í þeim tilfellum bendir Leiðbeiningastöðin á að það geti virkað vel að bera uppþvottalög eða grænsápu á blettinn og láta liggja í góðan tíma. Sítrónusafi eða annað bleikiefni getur dugað vel á grasgrænu í hvítu efni og einnig getur verið gott að hella mjólk á blettina og nudda síðan uppþvottalegi í. Síðan þarf að skola flíkina vel og þvo á venjulegan hátt.

Það er full ástæða til þess að kynna sér þennan gagnlega vef Leiðbeiningastövarinnar því þar er mikinn fróðleik að finna. Og ef ekki gengur að finna upplýsingarnar sem vantar er hægt að senda þeim tölvupóst eða hringja.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.7.2013

Spyrjandi

Friðrik Sigurgeirsson

Tilvísun

EDS. „Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62283.

EDS. (2013, 16. júlí). Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62283

EDS. „Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?
Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna leiðbeiningar og gagnleg ráð við ýmsu sem upp kann að koma í heimilishaldi. Þar með talið hvernig hægt er að vinna á ýmiss konar blettum. Það sem hér fer á eftir er byggt á ráðleggingum Leiðbeiningastöðvarinnar.

Áður en hafist er handa við blettahreinsun ætti alltaf að skoða vel meðferðarmerkingar á fatnaði þar sem sum efni og litir þola ekki þvott. Í þeim tilfellum er best að fara með flíkina í efnalaug. Einnig má hafa í huga að efnalaugar hafa yfir að ráða hreinsiefnum sem geta náð þrálátum blettum úr fatnaði og þar hefur starfsfólk þekkingu og reynslu á þessu sviði.

Almennt gildir að það ætti að reyna sem allra fyrst, og helst strax, að ná blettum úr fatnaði eða öðru því sem hefur blettast. Ef blettur situr of lengi getur efnið drukkið hann í sig og hann þornað inn í efnið með þeim afleiðingum að erfiðara verður að ná honum úr og jafnvel ógerlegt. Í mörgum tilfellum dugar að bera blettaeyði eins og finna má í þvottaefnishillum verslana á óhreina flötinn og þvo síðan á hefðbundinn hátt. Sumir blettir þurfa hins vegar sérmeðhöndlun.

Margir þurfa að glíma við þá þraut að ná grasgrænu úr fötum.

Hér var sérstaklega spurt um grasgrænu. Í þeim tilfellum bendir Leiðbeiningastöðin á að það geti virkað vel að bera uppþvottalög eða grænsápu á blettinn og láta liggja í góðan tíma. Sítrónusafi eða annað bleikiefni getur dugað vel á grasgrænu í hvítu efni og einnig getur verið gott að hella mjólk á blettina og nudda síðan uppþvottalegi í. Síðan þarf að skola flíkina vel og þvo á venjulegan hátt.

Það er full ástæða til þess að kynna sér þennan gagnlega vef Leiðbeiningastövarinnar því þar er mikinn fróðleik að finna. Og ef ekki gengur að finna upplýsingarnar sem vantar er hægt að senda þeim tölvupóst eða hringja.

Heimild og mynd:

...