Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið. Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.Þegar sólargeisli fer inn í vatnsdropa breytir hann um stefnu, hann speglast svo í dropanum og fer aftur út úr honum og brotnar þá aftur. Þannig breytir hann tvisvar um stefnu. Það fer svo eftir því hvernig hann brotnar hvaða litur kemur fram. Loftið hefur ljósbrotsstuðulinn 1, eða því sem næst, en vatnið í dropanum hefur stuðulinn 1,33.
- Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni? eftir Ara Ólafsson
- Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt? eftir Þorstein Sæmundsson
- Wikipedia.com - rainbow. Sótt 18.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.