Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?"

Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, eins og þegar við sem sjáum erum stödd í niðdimmu herbergi, eða að nemarnir í augunum séu óstarfhæfir eða jafnvel ekki til staðar. Með öðrum orðum má segja að fólk sem annars er sjáandi sjái alls ekkert í myrkri. Það að "sjá" kolniðamyrkur er samkvæmt þessu það sama og að sjá ekkert. Niðurstaðan er því sú að fólk sem ekki hefur augu sér í þessum skilningi nákvæmlega það sama og við hin sjáum í myrkri. Hið líffræðilega og eðlisfræðilega ferli sem kallast "sjón" á sér einfaldlega ekki stað þegar myrkur er.

Ef til vill á spyrjandi við "að sjá" í öðrum skilningi en þegar talað er um ferlið sem fer af stað þegar ljóseind er numin. Kannski er hann í raun að spyrja hvort augnlaus manneskja verði fyrir samskonar upplifun og sjáandi manneskja í almyrkvuðu herbergi. Þegar við göngum inn í dimmt herbergi finnst okkur við á einhvern hátt "sjá" svart myrkur (þótt við sjáum strangt til tekið ekki neitt) og það má auðvitað spyrja hvort þeir sem aldrei sjá neitt upplifi það sama.

Þessu er erfitt að svara, enda illmögulegt að kynna sér upplifanir annarra. Það má auðvitað biðja fólk að lýsa því sem það upplifir og meta svo hvort lýsingin kemur heim og saman við það sem við reynum sjálf. Lýsingar á því sem við upplifum eru þó alltaf takmarkaðar af því sem við getum fært í orð og eins og við öll vitum getum við alls ekki lýst öllu með orðum. Og orðin lærum við hvert af öðru og engin leið er til að tryggja að sú upplifun sem einn tengir við orðið "svart" sé nákvæmlega eins og sú upplifun sem annar tengir við sama orð. Eina ráðið til að prófa slíkt virðist vera að koma sér fyrir í huga annarrar manneskju, sem er nokkuð sem engum hefur tekist.

Hvað varðar það sem hér um ræðir, það er muninn á upplifunum sjáandi manneskju og blindrar, getur þó verið hægara um vik að afla upplýsinga en ella. Væntanlega hefur fólk sem einu sinni hefur séð en síðar misst sjónina reynslu af hvoru tveggja. Því má ætla að umrætt fólk geti borið vitni um það hvort munur er á því sem það upplifði í dimmu herbergi áður en það missti sjónina og svo því sem það upplifir nú.

Sjá einnig skyld svör:


Mynd af spegli, tekin í myrkri: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Kári Emil Helgason, f. 1988

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2137.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 5. september). Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2137

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2137>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?
Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?"

Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, eins og þegar við sem sjáum erum stödd í niðdimmu herbergi, eða að nemarnir í augunum séu óstarfhæfir eða jafnvel ekki til staðar. Með öðrum orðum má segja að fólk sem annars er sjáandi sjái alls ekkert í myrkri. Það að "sjá" kolniðamyrkur er samkvæmt þessu það sama og að sjá ekkert. Niðurstaðan er því sú að fólk sem ekki hefur augu sér í þessum skilningi nákvæmlega það sama og við hin sjáum í myrkri. Hið líffræðilega og eðlisfræðilega ferli sem kallast "sjón" á sér einfaldlega ekki stað þegar myrkur er.

Ef til vill á spyrjandi við "að sjá" í öðrum skilningi en þegar talað er um ferlið sem fer af stað þegar ljóseind er numin. Kannski er hann í raun að spyrja hvort augnlaus manneskja verði fyrir samskonar upplifun og sjáandi manneskja í almyrkvuðu herbergi. Þegar við göngum inn í dimmt herbergi finnst okkur við á einhvern hátt "sjá" svart myrkur (þótt við sjáum strangt til tekið ekki neitt) og það má auðvitað spyrja hvort þeir sem aldrei sjá neitt upplifi það sama.

Þessu er erfitt að svara, enda illmögulegt að kynna sér upplifanir annarra. Það má auðvitað biðja fólk að lýsa því sem það upplifir og meta svo hvort lýsingin kemur heim og saman við það sem við reynum sjálf. Lýsingar á því sem við upplifum eru þó alltaf takmarkaðar af því sem við getum fært í orð og eins og við öll vitum getum við alls ekki lýst öllu með orðum. Og orðin lærum við hvert af öðru og engin leið er til að tryggja að sú upplifun sem einn tengir við orðið "svart" sé nákvæmlega eins og sú upplifun sem annar tengir við sama orð. Eina ráðið til að prófa slíkt virðist vera að koma sér fyrir í huga annarrar manneskju, sem er nokkuð sem engum hefur tekist.

Hvað varðar það sem hér um ræðir, það er muninn á upplifunum sjáandi manneskju og blindrar, getur þó verið hægara um vik að afla upplýsinga en ella. Væntanlega hefur fólk sem einu sinni hefur séð en síðar misst sjónina reynslu af hvoru tveggja. Því má ætla að umrætt fólk geti borið vitni um það hvort munur er á því sem það upplifði í dimmu herbergi áður en það missti sjónina og svo því sem það upplifir nú.

Sjá einnig skyld svör:


Mynd af spegli, tekin í myrkri: HB...