Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 820 svör fundust
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...
Hvað heldur lífi í okkur?
Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr ma...
Hvernig geta mínir nánustu látið loka Facebook-síðunni minni þegar ég geispa golunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Komið þið sæl. Ég er á Facebook. Þegar ég geispa golunn, hvernig geta þá mínir nánustu lokað eða látið loka síðunni? (Ruslpóstvörn er áreiðanlega ágæt, en kallar eins og ég eru fljótir að gleyma). Nútímatækni leysir ýmis vandamál en getur einnig búið til önnur. ...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...
Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir: Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þei...
Hvernig myndaðist alheimurinn og hvað er hann gamall?
Í dag telja vísindamenn að alheimurinn hafi myndast við svokallaðan Miklahvell fyrir um það bil 15 milljörðum ára. Það er þó erfitt að segja til um þá tölu nákvæmlega eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvenær varð heimurinn til? Við upphaf alheimsins hefur efni hans verið óendan...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...
Er vitað um tilvist geimvera?
Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?" hafa menn ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það....
Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu. Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er líti...
Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?
Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...
Hvernig verkar Drake-jafnan?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...
Hvað er andefni og hvað felst mikil orka í því?
Spurningunni Hvað er andefni? hefur áður verið svarað hér á Vísindavefnum. Spurningunni um orkuna í andefni er einnig svarað þar að verulegu leyti. Þegar spurt er um orkuna sem er fólgin í einhverju tilteknu fyrirbæri höfum við venjulega mestan áhuga á þeirri orku sem getur losnað úr læðingi og umbreyst í aðrar...
Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?
Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn? Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir ...