Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?

Kristján Leósson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn?

Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir sem eru jákvætt hlaðnar og nifteindir sem eru óhlaðnar. Langoftast er jafnmikið af rafeindum og róteindum og þess vegna er venjulegt efni yfirleitt óhlaðið. Það hefur enga rafhleðslu sem heild og rafmagnið í því er yfirleitt ósýnilegt út á við. Þrátt fyrir þetta eru það rafkraftar sem halda atómum efnisins saman. Þeir eiga þannig mikinn þátt í því að samloðandi efni skuli yfirleitt vera til og skiptir þá engu máli hvort efnið sé á jörðinni, tunglinu eða annars staðar í alheiminum.

Á tunglinu eru hins vegar engar raflínur eða innstungur þar sem hægt er að stinga tölvu í samband. Ef tölvan kemur með hlaðinni rafhlöðu til tunglsins ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að nota hana þar, þó eflaust þurfi hún að vera sérstaklega vernduð fyrir sterkri geislun frá sólinni og þrýstingsfalli, sé hún notuð í lofttæmi.


Geimfarinn Harrison Schmitt á tunglinu í desember árið 1972.

Í Apollo-geimflaugum sem Bandaríkjamenn sendu til tunglsins voru tölvur með í för, meðal annars svonefndar Apollo-fjarstýringartölvur (e. Apollo Guidance Computer). Tölvur hafa þess vegna verið í notkun á tunglinu. Rafmagnið sem tölvurnar gengu fyrir var búið til um borð í flaugunum með svonefndum efnarafal, en um hann er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundar

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.11.2011

Spyrjandi

Sara Helena Bjarnadóttir, f. 1996, Júlía, Tinna og Dagmar Ingadóttir

Tilvísun

Kristján Leósson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21857.

Kristján Leósson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2011, 10. nóvember). Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21857

Kristján Leósson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21857>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?
Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn?

Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir sem eru jákvætt hlaðnar og nifteindir sem eru óhlaðnar. Langoftast er jafnmikið af rafeindum og róteindum og þess vegna er venjulegt efni yfirleitt óhlaðið. Það hefur enga rafhleðslu sem heild og rafmagnið í því er yfirleitt ósýnilegt út á við. Þrátt fyrir þetta eru það rafkraftar sem halda atómum efnisins saman. Þeir eiga þannig mikinn þátt í því að samloðandi efni skuli yfirleitt vera til og skiptir þá engu máli hvort efnið sé á jörðinni, tunglinu eða annars staðar í alheiminum.

Á tunglinu eru hins vegar engar raflínur eða innstungur þar sem hægt er að stinga tölvu í samband. Ef tölvan kemur með hlaðinni rafhlöðu til tunglsins ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að nota hana þar, þó eflaust þurfi hún að vera sérstaklega vernduð fyrir sterkri geislun frá sólinni og þrýstingsfalli, sé hún notuð í lofttæmi.


Geimfarinn Harrison Schmitt á tunglinu í desember árið 1972.

Í Apollo-geimflaugum sem Bandaríkjamenn sendu til tunglsins voru tölvur með í för, meðal annars svonefndar Apollo-fjarstýringartölvur (e. Apollo Guidance Computer). Tölvur hafa þess vegna verið í notkun á tunglinu. Rafmagnið sem tölvurnar gengu fyrir var búið til um borð í flaugunum með svonefndum efnarafal, en um hann er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Frekara lesefni:

Mynd:...