Í Apollo-geimflaugum sem Bandaríkjamenn sendu til tunglsins voru tölvur með í för, meðal annars svonefndar Apollo-fjarstýringartölvur (e. Apollo Guidance Computer). Tölvur hafa þess vegna verið í notkun á tunglinu. Rafmagnið sem tölvurnar gengu fyrir var búið til um borð í flaugunum með svonefndum efnarafal, en um hann er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður? Frekara lesefni:
- Sævar Helgi Bragason (2010). Apollo geimáætlunin. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/geimferdir/apollo-geimaaetlunin.
- Apollo program á Wikipedia.org.
- Xenophilia. Sótt 8.11.2011.