Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu.

Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er lítið hægt að segja vegna heimildaskorts. Til dæmis vitum við lítið um Þorsteinn Egilsson sem fæddist árið 1654. Við vitum að hann var bóndi í Deildartungu árið 1703 af því að þar er hann talinn í manntalinu það ár. Hvað getum við þá sagt um hann? Kannski lítið annað en að líf hans hafi líklega verið svipað og líf margra annarra bænda um aldamótin 1700. Ef við vitum ekkert um líf annarra bænda á þessum tíma segir setningin okkur varla neitt. En öðru máli gegnir ef við vitum margt um líf bænda um 1700.

En getum við sagt eitthvað meira um líf Þorsteins Egilssonar Skalla-Grímssonar, af því að frá honum segir í tveimur Íslendingasögum? Kannski og kannski ekki.


Heimildir um persónuna Þorstein Egilsson segja ekkert frá því hvernig hann baðaði sig. Myndin hér fyrir ofan sýnir baðferð frá lokum 15. aldar eða um 500 árum eftir atburði Egils sögu.

Fyrst er vert að spyrja spurningarinnar: hvernig segjum við frá lífi manns? Við gætum reynt að segja frá bókstaflega öllu sem maðurinn gerði um dagana. Það yrði líklega löng og þreytandi frásögn. Þá gætum við reynt að kynna okkur allt það sem er vitað um líf mannsins og fellt það undir eitt lýsingarorð. Til dæmis svona: Lífið hjá Þorsteini Egilssyni var tíðindalítið. Eða svona: Lífið hjá Þorsteini Egilssyni var margbrotið. En það er ekki mjög gagnlegt.

Best væri þá líklega að fara einhvern milliveg, segja hvorki of mikið né of lítið um það sem dreif á daga mannsins. En þó að við segjum á þennan hátt frá því sem maðurinn gerði þá vantar til dæmis allt um það hvað hann hugsaði. Það er lítið hægt að segja um hugsanir annarra nema þeir uppljóstri þeim sjálfir. Og vitum við alltaf hvað við hugsum? Til dæmis þegar við erum sofandi? Þær hugsanir köllum við drauma, kannski til að telja okkur trú um að við stýrum hugsunum okkar sjálf. Um drauma og dagdrauma er meðal annars hægt að lesa í svörum við spurningunum Er mark að draumum? og Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Það er greinilega ekki heiglum hent að lýsa lífi manns. En um líf Þorsteins Egilssonar gildir að allt sem við getum hugsanlega vitað um það er eiginlega bara að finna í tveimur Íslendingasögum. Við getum ekki spurt hann sjálfan því hann er löngu látinn. Einfaldar það ekki málið?

Kannski ekki. Í fyrsta lagi segja heimildirnar um Þorstein Egilsson frá sögupersónunni Þorsteini Egilssyni en ekki beinlínis frá manninum. Það gildir að vísu um allt það sem við skrifum um aðra sem eru ekki lengur meðal okkar. Skrifin eru fyrst og fremst heimild um það hvernig persónunni er lýst. En þau eru einnig heimild um persónuna, nema það sem er skrifað sé beinlínis rangt.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um efni tengt þessu geta lesið fróðlegt svar Helga Skúla Kjartanssonar við spurningunni Hvað er leif í sagnfræði? Þar er nokkuð fjallað um greinarmun á hugtökunum leif og heimild.

Tökum eitt dæmi: Segjum að ég ætli mér að skrifa örstutta lýsingu á lífi raunverulegrar persónu. Lýsingin er svona: "Davíð Oddsson seðlabankastjóri burstaði tennurnar morguninn 12. nóvember árið 2007." Mörgum þykir þetta líklega segja lítið um líf mannsins. Þetta er fyrst og fremst heimild um það hvernig sá sem skrifaði kaus að lýsa einum atburði í lífi hans. En ef við gefum okkur að einhvern tíma í framtíðinni verði allar heimildir um þennan mann glataðar, nema þessi örstutta lýsing, þá er hún gagnleg heimild um manninn. Hún segir til dæmis að hann hafi verið seðlabankastjóri. Og ef allar heimildir um daglegt líf fólks á þessum tíma glötuðust líka þá væri þetta stórmerkileg heimild um tannhirðu snemma á 21. öld.

Þannig geta afskaplega litlar heimildir sagt ýmislegt um líf annarra. En vegna þess að svo mikið er til af heimildum um Davíð Oddsson og tannhirðu á 21. öld er þetta eiginlega alveg gagnslaus heimild um líf hans. Hún er varla annað en heimild um það hvernig persónunni var lýst hér. Hún er heimild um heimild.


Ljósmynd af ljósmyndara sem tekur mynd af bændahjónum vegna portrettmyndar sem hann ætlar að mála af þeim. Hvað mun portrettmyndin segja um líf bændahjónanna?

En hvernig var þá lífið hjá Þorsteini Egilssyni? Við vitum það ekki. En heimildir um líf bókmenntapersónunnar greina meðal annars frá því að pabbi hans hafi ekki haft miklar mætur á honum og að Þorsteini hafi ekki þótt mjög vænt um pabba sinn (Egils saga, 82. kafli). Þorsteinn Egilsson stóð í nokkrum deilum við nágranna sinn eins og oft gerist í Íslendingasögum (Egils saga, sjá frá og með 82. kafla). Hann tók kristna trú, lét reisa kirkju, varð gamall og dó sóttdauða (Egils saga 90. kafli). Svo dreymdi hann einnig merkilegan draum sem hægt er að lesa um í Gunnlaugs sögu Ormstungu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.11.2007

Spyrjandi

Aron Gunnar Birkisson, f. 1996

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6903.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 14. nóvember). Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6903

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu.

Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er lítið hægt að segja vegna heimildaskorts. Til dæmis vitum við lítið um Þorsteinn Egilsson sem fæddist árið 1654. Við vitum að hann var bóndi í Deildartungu árið 1703 af því að þar er hann talinn í manntalinu það ár. Hvað getum við þá sagt um hann? Kannski lítið annað en að líf hans hafi líklega verið svipað og líf margra annarra bænda um aldamótin 1700. Ef við vitum ekkert um líf annarra bænda á þessum tíma segir setningin okkur varla neitt. En öðru máli gegnir ef við vitum margt um líf bænda um 1700.

En getum við sagt eitthvað meira um líf Þorsteins Egilssonar Skalla-Grímssonar, af því að frá honum segir í tveimur Íslendingasögum? Kannski og kannski ekki.


Heimildir um persónuna Þorstein Egilsson segja ekkert frá því hvernig hann baðaði sig. Myndin hér fyrir ofan sýnir baðferð frá lokum 15. aldar eða um 500 árum eftir atburði Egils sögu.

Fyrst er vert að spyrja spurningarinnar: hvernig segjum við frá lífi manns? Við gætum reynt að segja frá bókstaflega öllu sem maðurinn gerði um dagana. Það yrði líklega löng og þreytandi frásögn. Þá gætum við reynt að kynna okkur allt það sem er vitað um líf mannsins og fellt það undir eitt lýsingarorð. Til dæmis svona: Lífið hjá Þorsteini Egilssyni var tíðindalítið. Eða svona: Lífið hjá Þorsteini Egilssyni var margbrotið. En það er ekki mjög gagnlegt.

Best væri þá líklega að fara einhvern milliveg, segja hvorki of mikið né of lítið um það sem dreif á daga mannsins. En þó að við segjum á þennan hátt frá því sem maðurinn gerði þá vantar til dæmis allt um það hvað hann hugsaði. Það er lítið hægt að segja um hugsanir annarra nema þeir uppljóstri þeim sjálfir. Og vitum við alltaf hvað við hugsum? Til dæmis þegar við erum sofandi? Þær hugsanir köllum við drauma, kannski til að telja okkur trú um að við stýrum hugsunum okkar sjálf. Um drauma og dagdrauma er meðal annars hægt að lesa í svörum við spurningunum Er mark að draumum? og Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Það er greinilega ekki heiglum hent að lýsa lífi manns. En um líf Þorsteins Egilssonar gildir að allt sem við getum hugsanlega vitað um það er eiginlega bara að finna í tveimur Íslendingasögum. Við getum ekki spurt hann sjálfan því hann er löngu látinn. Einfaldar það ekki málið?

Kannski ekki. Í fyrsta lagi segja heimildirnar um Þorstein Egilsson frá sögupersónunni Þorsteini Egilssyni en ekki beinlínis frá manninum. Það gildir að vísu um allt það sem við skrifum um aðra sem eru ekki lengur meðal okkar. Skrifin eru fyrst og fremst heimild um það hvernig persónunni er lýst. En þau eru einnig heimild um persónuna, nema það sem er skrifað sé beinlínis rangt.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um efni tengt þessu geta lesið fróðlegt svar Helga Skúla Kjartanssonar við spurningunni Hvað er leif í sagnfræði? Þar er nokkuð fjallað um greinarmun á hugtökunum leif og heimild.

Tökum eitt dæmi: Segjum að ég ætli mér að skrifa örstutta lýsingu á lífi raunverulegrar persónu. Lýsingin er svona: "Davíð Oddsson seðlabankastjóri burstaði tennurnar morguninn 12. nóvember árið 2007." Mörgum þykir þetta líklega segja lítið um líf mannsins. Þetta er fyrst og fremst heimild um það hvernig sá sem skrifaði kaus að lýsa einum atburði í lífi hans. En ef við gefum okkur að einhvern tíma í framtíðinni verði allar heimildir um þennan mann glataðar, nema þessi örstutta lýsing, þá er hún gagnleg heimild um manninn. Hún segir til dæmis að hann hafi verið seðlabankastjóri. Og ef allar heimildir um daglegt líf fólks á þessum tíma glötuðust líka þá væri þetta stórmerkileg heimild um tannhirðu snemma á 21. öld.

Þannig geta afskaplega litlar heimildir sagt ýmislegt um líf annarra. En vegna þess að svo mikið er til af heimildum um Davíð Oddsson og tannhirðu á 21. öld er þetta eiginlega alveg gagnslaus heimild um líf hans. Hún er varla annað en heimild um það hvernig persónunni var lýst hér. Hún er heimild um heimild.


Ljósmynd af ljósmyndara sem tekur mynd af bændahjónum vegna portrettmyndar sem hann ætlar að mála af þeim. Hvað mun portrettmyndin segja um líf bændahjónanna?

En hvernig var þá lífið hjá Þorsteini Egilssyni? Við vitum það ekki. En heimildir um líf bókmenntapersónunnar greina meðal annars frá því að pabbi hans hafi ekki haft miklar mætur á honum og að Þorsteini hafi ekki þótt mjög vænt um pabba sinn (Egils saga, 82. kafli). Þorsteinn Egilsson stóð í nokkrum deilum við nágranna sinn eins og oft gerist í Íslendingasögum (Egils saga, sjá frá og með 82. kafla). Hann tók kristna trú, lét reisa kirkju, varð gamall og dó sóttdauða (Egils saga 90. kafli). Svo dreymdi hann einnig merkilegan draum sem hægt er að lesa um í Gunnlaugs sögu Ormstungu.

Heimildir og myndir:...