Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?

Sævar Helgi Bragason

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir:

Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa.

Til þess að skilja hvað þarna á sér stað verðum við að nota almennu afstæðiskenningu Einsteins. Í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarkraftsins út? segir:

Samkvæmt henni [afstæðiskenningunni] er þyngdarhraðinn jafn ljóshraða í þeim skilningi að til dæmis þyngdarbylgjur, sem meira verður sagt frá hér á eftir, ferðast með ljóshraða, en þyngdarkraftinum í sígildum skilningi var vikið til hliðar. Í mörgum tilvikum er þyngdarfræði Newtons þó góð nálgun á þyngdarfræði Einsteins og það getur verið gagnlegt að nota hugtakið þyngdarkraftur þegar menn fást við tiltölulega veik þyngdarsvið og massa sem ferðast ekki mjög hratt.

Þegar brautarhreyfing jarðar um sólu er skoðuð verður hins vegar að nota almennu afstæðiskenninguna í allri sinni dýrð og þótt ótrúlegt megi virðast spáir kenningin því að frá jörðu séð virðist miðsóknarkrafturinn ávallt stefna beint að sólu jafnvel þótt þyngdarhraðinn sé endanlegur. Þessi niðurstaða er alls ekki augljós en staðreynd engu að síður.

Ef sólin hyrfi skyndilega myndum við ekki taka eftir því fyrr en átta mínútum og tuttugu sekúndum síðar, en það er sá tími sem það tekur ljósið að færa okkur þessar áhugaverðu upplýsingar.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um þyngdarkraft og afstæðiskenningu Einsteins, meðal annars:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Ívar Ingvarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4986.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 4. maí). Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4986

Sævar Helgi Bragason. „Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4986>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir:

Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa.

Til þess að skilja hvað þarna á sér stað verðum við að nota almennu afstæðiskenningu Einsteins. Í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarkraftsins út? segir:

Samkvæmt henni [afstæðiskenningunni] er þyngdarhraðinn jafn ljóshraða í þeim skilningi að til dæmis þyngdarbylgjur, sem meira verður sagt frá hér á eftir, ferðast með ljóshraða, en þyngdarkraftinum í sígildum skilningi var vikið til hliðar. Í mörgum tilvikum er þyngdarfræði Newtons þó góð nálgun á þyngdarfræði Einsteins og það getur verið gagnlegt að nota hugtakið þyngdarkraftur þegar menn fást við tiltölulega veik þyngdarsvið og massa sem ferðast ekki mjög hratt.

Þegar brautarhreyfing jarðar um sólu er skoðuð verður hins vegar að nota almennu afstæðiskenninguna í allri sinni dýrð og þótt ótrúlegt megi virðast spáir kenningin því að frá jörðu séð virðist miðsóknarkrafturinn ávallt stefna beint að sólu jafnvel þótt þyngdarhraðinn sé endanlegur. Þessi niðurstaða er alls ekki augljós en staðreynd engu að síður.

Ef sólin hyrfi skyndilega myndum við ekki taka eftir því fyrr en átta mínútum og tuttugu sekúndum síðar, en það er sá tími sem það tekur ljósið að færa okkur þessar áhugaverðu upplýsingar.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um þyngdarkraft og afstæðiskenningu Einsteins, meðal annars:

...