Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa.Til þess að skilja hvað þarna á sér stað verðum við að nota almennu afstæðiskenningu Einsteins. Í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarkraftsins út? segir:
Samkvæmt henni [afstæðiskenningunni] er þyngdarhraðinn jafn ljóshraða í þeim skilningi að til dæmis þyngdarbylgjur, sem meira verður sagt frá hér á eftir, ferðast með ljóshraða, en þyngdarkraftinum í sígildum skilningi var vikið til hliðar. Í mörgum tilvikum er þyngdarfræði Newtons þó góð nálgun á þyngdarfræði Einsteins og það getur verið gagnlegt að nota hugtakið þyngdarkraftur þegar menn fást við tiltölulega veik þyngdarsvið og massa sem ferðast ekki mjög hratt. Þegar brautarhreyfing jarðar um sólu er skoðuð verður hins vegar að nota almennu afstæðiskenninguna í allri sinni dýrð og þótt ótrúlegt megi virðast spáir kenningin því að frá jörðu séð virðist miðsóknarkrafturinn ávallt stefna beint að sólu jafnvel þótt þyngdarhraðinn sé endanlegur. Þessi niðurstaða er alls ekki augljós en staðreynd engu að síður.Ef sólin hyrfi skyndilega myndum við ekki taka eftir því fyrr en átta mínútum og tuttugu sekúndum síðar, en það er sá tími sem það tekur ljósið að færa okkur þessar áhugaverðu upplýsingar. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um þyngdarkraft og afstæðiskenningu Einsteins, meðal annars: