Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heldur lífi í okkur?

ÍDÞ

Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr matnum. Súrefnið er einnig lífsnauðsynlegt en í svari ÞV við spurningunni: Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa? segir:
En svarið við spurningunni er það að við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, halda ýmiss konar starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu og heilastarfsemi, og svo auðvitað í starfsemi vöðvanna sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Eins og spyrjandi greinilega veit lifir maður ekki lengi ef hann fær ekki súrefni, heldur kafnar hann, samanber til dæmis fólk sem drukknar.

Allir þurfa vatn til að lifa af.

Fyrir utan áðurnefnda þrjá þætti; mat, vatn og súrefni, þarf maðurinn einnig lífvænleg skilyrði, hann getur til dæmis ekki lifað við mjög háan eða mjög lágan hita, ákveðinn þrýsting og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Stefán Hlífar Gunnarsson, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað heldur lífi í okkur?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59800.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Hvað heldur lífi í okkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59800

ÍDÞ. „Hvað heldur lífi í okkur?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59800>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heldur lífi í okkur?
Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr matnum. Súrefnið er einnig lífsnauðsynlegt en í svari ÞV við spurningunni: Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa? segir:

En svarið við spurningunni er það að við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, halda ýmiss konar starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu og heilastarfsemi, og svo auðvitað í starfsemi vöðvanna sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Eins og spyrjandi greinilega veit lifir maður ekki lengi ef hann fær ekki súrefni, heldur kafnar hann, samanber til dæmis fólk sem drukknar.

Allir þurfa vatn til að lifa af.

Fyrir utan áðurnefnda þrjá þætti; mat, vatn og súrefni, þarf maðurinn einnig lífvænleg skilyrði, hann getur til dæmis ekki lifað við mjög háan eða mjög lágan hita, ákveðinn þrýsting og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....