En svarið við spurningunni er það að við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, halda ýmiss konar starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu og heilastarfsemi, og svo auðvitað í starfsemi vöðvanna sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Eins og spyrjandi greinilega veit lifir maður ekki lengi ef hann fær ekki súrefni, heldur kafnar hann, samanber til dæmis fólk sem drukknar.
- Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur
- Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa? eftir ÞV
- Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar? eftir Dag Snæ Sævarsson
- en.wikipedia.org - water. Sótt 31.5.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.