Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 750 svör fundust
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...
Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?
Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku ...
Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í me...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?
Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...
Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?
Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins ve...
Úr því að lögð eru gjöld á tóma geisladiska vegna afritunar, er þá löglegt að fá lánaða tónlistardiska og afrita þá?
Það er löglegt að afrita tónlistardiska til eigin nota, en ef menn ætla að lánaða diska til afritunar flokkast það undir lögbrot. Orðrétt segir í 11. grein höfundalaga:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinn...
Hvað er glerharpa?
Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...
Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?
Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...
Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?
Hljóð myndast til dæmis þegar sameindir lofts sveiflast í fasa, þannig að bylgjur dreifast út frá hljóðgjafa. Tónhæðin ræðst af tíðni sveiflanna, en tíðnina er unnt að mæla af mikilli nákvæmni. Þegar tíðnin töfaldast hækkar tónninn um eina áttund. Í vestrænni tónlist er áttundinni skipt upp í í tólf tóna og er...
Af hverju fær maður gæsahúð?
Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar. Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur ...
Hver er uppruni orðatiltækisins „að gera garðinn frægan“?
Upphafleg merking orðsins garður var grjót- eða torfhleðsla, girðing umhverfis landareign. Síðar víkkar merkingin og nær einnig til bústaðar, húss eða heimilis innan garðsins. Orðatiltækið að gera garðinn frægan þekkist frá upphafi 19. aldar. Það er til dæmis að finna í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...