Þá leiddi hann konungsson fram og setti á hann kórónuna og hringana. Tóku þeir hann til konungs og smurðu hann, klöppuðu lófum saman og hrópuðu: „Konungurinn lifi!“ (11:12)Það er raunar athyglisvert að í Biblíunni eru líka dæmi um að lófatak tjái háð eða spott, samanber versin:
- þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans. (Jobsbók 27:23)
- Yfir þér skelltu lófum saman allir þeir er um veginn fóru, blístruðu og skóku höfuðið yfir dótturinni Jerúsalem: Er þetta borgin, hin alfagra, unun allrar jarðarinnar? (Harmljóðin 2:15)
- Engin svíun fæst við meini þínu, sár þitt er ólæknandi. Allir þeir sem heyra fregnina um þig, klappa lof í lófa, því að hver er sá, að eigi hafi vonska þín gengið yfir hann án afláts? (Nahúm 3:19)
- Lifandi Vísindi, nr. 11/2000
- Biblían á netinu og leitarvél fyrir hana
- Liðurinn Ask a rabbi (Spyrðu rabbína) á bandaríska vefsetrinu Jewish Community Online
- Spurning um clapping á bandaríska orðsifjavefnum Take Our Word For It
- Green Day Concert Crowd - Put Your Hands Up For Green Day | Flickr - Photo Sharing!. Höfundur myndar: Anirudh Koul. (Sótt 29. 3. 2016).
- Effetti sonori applausi #4 - YouTube. (Sótt 29.06.2016).