Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vit í tilfinningum?

Kristján Kristjánsson

Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. feelings) í tvo meginflokka: Annars vegar kenndir (e. feels eða raw feelings) og hins vegar geðshræringar (e. emotions). Á sama tíma hefur svokölluð vitsmunakenning um geðshræringar náð mikilli hylli meðal fræðimanna. Þessa kenningu mætti allt eins kalla “vitkenningu” því að hún gerir einmitt ráð fyrir því að vit sé – eða geti verið – í geðshræringum.

Samkvæmt vitsmunakenningunni (e. cognitive theory) skiptir höfuðmáli að gera sér grein fyrir því að ólíkt einberum kenndum, sem hafa enga tilvísun utan sjálfra sín, þá hafa geðshræringarnar "stefnu" eða "viðfang" sem vísar út á við. Á tæknimáli nútímaheimspeki er komist svo að orði um þetta eðli geðshræringanna að þær hafi yrðanlegt inntak; þær beinast alltaf að eða eru um eitthvað í hinum ytra heimi. Maður reiðist ekki bara, heldur reiðist maður einhverjum eða einhverju. Sömuleiðis gleðst maður ekki af engu, heldur gleðst maður yfir einhverju.

Í fyrstu var fundið að því að vitsmunasinnar um geðshræringar einblíndu á skynsemiseðli geðshræringa en gleymdu viljaþættinum. Vit án vilja skapar ekki geðshræringu. Ef mér stendur á sama þótt Jón steli bílnum mínum þá reiðist ég ekki við hann þó að ég haldi að hann hafi gert það. Flestir vitsmunasinnar hafa nú innlimað þennan viljaþátt í kenningu sína: Geðshræringar eru skoðanir blandnar sterkri hvöt, þrá eða löngun.

Önnur algeng mótbára gegn vitsmunakenningunni er þessi: Það er að vísu rétt að ótti byggist yfirleitt á þeirri skoðun okkar að hætta sé á ferðum, reiði á þeirri skoðun að við höfum verið órétti beitt og svo framvegis. En stundum gerist það að geðshræring brýtur í bága við rökstuddar skoðanir okkar. Gott dæmi um þetta er kóngulóafælni hjá fólki sem alls ekki hefur þá skoðun að kóngulær séu hættulegar, veit meira að segja fullvel að þær sem skríða um móa á Íslandi eru sauðmeinlausar.

Sumir vitsmunasinnar svara þessari mótbáru með því að gera greinarmun á skoðunum og viðhorfum og telja geðshræringar byggjast fremur á hinu síðarnefnda. Aðrir telja að maður geti auðveldlega í senn haft þá skoðun að kóngulær séu hættulegar og að þær séu það ekki, hin fyrri sé þá aðeins niðurbæld og ómeðvituð en brjótist fram við tilteknar aðstæður. Samkvæmt því er kóngulóahræðsla ákveðin tegund af sjálfsblekkingu.

Við skulum ekki dvelja lengur við slík álitamál en gefa okkur að þrátt fyrir allt virðist kjarni vitsmunakenningarinnar trúverðugur: Geðshræringar eru viljatengd viðhorf eða skoðanir; þær eru háðar viti (viðhorfi eða skoðun) og vilja (löngun eða hvöt, meðfæddri eða lærðri). En um leið og við höfum samþykkt þetta blasir annað við: Hin rótgróna hugmynd um eðlismun geðsmuna og vitsmuna virðist fallin af stalli. Geðsmunirnir (eða að minnsta kosti geðshræringarnar) eru þrungnir af vitsmunum, alveg á sama hátt og vitsmunavélin er knúin áfram af glóð tilfinninga og eðlishvata. Meint tvíeðli mannsins, sem skynsemisveru og ástríðuþræls, virðist samkvæmt því blekking ein.

Önnur tengd svör á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Kristján Kristjánsson, "Um geðshræringar" í Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki (Heimskringla, 1997).
  • Roberts, R. C., Emotions: An Essay in Aid of Moral Psychology (Cambridge University Press, 2003).
  • Solomon, R. C., "Emotions, Thoughts and Feelings: What Is a ‘Cognitive Theory’ of the Emotions and Does It Neglect Affectivity?", í Hatzimoysis, A. (ritstj.), Philosophy and the Emotions (Cambridge University Press, 2003).
  • Myndin er af Who am I? Science Museum.

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri

Útgáfudagur

30.8.2005

Spyrjandi

Esther Ösp

Tilvísun

Kristján Kristjánsson. „Er vit í tilfinningum?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5232.

Kristján Kristjánsson. (2005, 30. ágúst). Er vit í tilfinningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5232

Kristján Kristjánsson. „Er vit í tilfinningum?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. feelings) í tvo meginflokka: Annars vegar kenndir (e. feels eða raw feelings) og hins vegar geðshræringar (e. emotions). Á sama tíma hefur svokölluð vitsmunakenning um geðshræringar náð mikilli hylli meðal fræðimanna. Þessa kenningu mætti allt eins kalla “vitkenningu” því að hún gerir einmitt ráð fyrir því að vit sé – eða geti verið – í geðshræringum.

Samkvæmt vitsmunakenningunni (e. cognitive theory) skiptir höfuðmáli að gera sér grein fyrir því að ólíkt einberum kenndum, sem hafa enga tilvísun utan sjálfra sín, þá hafa geðshræringarnar "stefnu" eða "viðfang" sem vísar út á við. Á tæknimáli nútímaheimspeki er komist svo að orði um þetta eðli geðshræringanna að þær hafi yrðanlegt inntak; þær beinast alltaf að eða eru um eitthvað í hinum ytra heimi. Maður reiðist ekki bara, heldur reiðist maður einhverjum eða einhverju. Sömuleiðis gleðst maður ekki af engu, heldur gleðst maður yfir einhverju.

Í fyrstu var fundið að því að vitsmunasinnar um geðshræringar einblíndu á skynsemiseðli geðshræringa en gleymdu viljaþættinum. Vit án vilja skapar ekki geðshræringu. Ef mér stendur á sama þótt Jón steli bílnum mínum þá reiðist ég ekki við hann þó að ég haldi að hann hafi gert það. Flestir vitsmunasinnar hafa nú innlimað þennan viljaþátt í kenningu sína: Geðshræringar eru skoðanir blandnar sterkri hvöt, þrá eða löngun.

Önnur algeng mótbára gegn vitsmunakenningunni er þessi: Það er að vísu rétt að ótti byggist yfirleitt á þeirri skoðun okkar að hætta sé á ferðum, reiði á þeirri skoðun að við höfum verið órétti beitt og svo framvegis. En stundum gerist það að geðshræring brýtur í bága við rökstuddar skoðanir okkar. Gott dæmi um þetta er kóngulóafælni hjá fólki sem alls ekki hefur þá skoðun að kóngulær séu hættulegar, veit meira að segja fullvel að þær sem skríða um móa á Íslandi eru sauðmeinlausar.

Sumir vitsmunasinnar svara þessari mótbáru með því að gera greinarmun á skoðunum og viðhorfum og telja geðshræringar byggjast fremur á hinu síðarnefnda. Aðrir telja að maður geti auðveldlega í senn haft þá skoðun að kóngulær séu hættulegar og að þær séu það ekki, hin fyrri sé þá aðeins niðurbæld og ómeðvituð en brjótist fram við tilteknar aðstæður. Samkvæmt því er kóngulóahræðsla ákveðin tegund af sjálfsblekkingu.

Við skulum ekki dvelja lengur við slík álitamál en gefa okkur að þrátt fyrir allt virðist kjarni vitsmunakenningarinnar trúverðugur: Geðshræringar eru viljatengd viðhorf eða skoðanir; þær eru háðar viti (viðhorfi eða skoðun) og vilja (löngun eða hvöt, meðfæddri eða lærðri). En um leið og við höfum samþykkt þetta blasir annað við: Hin rótgróna hugmynd um eðlismun geðsmuna og vitsmuna virðist fallin af stalli. Geðsmunirnir (eða að minnsta kosti geðshræringarnar) eru þrungnir af vitsmunum, alveg á sama hátt og vitsmunavélin er knúin áfram af glóð tilfinninga og eðlishvata. Meint tvíeðli mannsins, sem skynsemisveru og ástríðuþræls, virðist samkvæmt því blekking ein.

Önnur tengd svör á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Kristján Kristjánsson, "Um geðshræringar" í Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki (Heimskringla, 1997).
  • Roberts, R. C., Emotions: An Essay in Aid of Moral Psychology (Cambridge University Press, 2003).
  • Solomon, R. C., "Emotions, Thoughts and Feelings: What Is a ‘Cognitive Theory’ of the Emotions and Does It Neglect Affectivity?", í Hatzimoysis, A. (ritstj.), Philosophy and the Emotions (Cambridge University Press, 2003).
  • Myndin er af Who am I? Science Museum.
...