Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í merkingunni 'hvað snertir, hvað varðar'. Í flestum tilvikum má umorða texta þannig að ekki þurfi að nota lýsingarháttinn og fer oftast betur á því. Dæmi:
  1. Maðurinn bað um upplýsingar varðandi umferðarþunga í bænum ... > Maðurinn bað um upplýsingar um umferðarþunga í bænum
  2. Ákveðið var á fundinum að taka til umræðu allt varðandi skólamál > Ákveðið var á fundinum að taka til umræðu allt sem lýtur að skólamálum, ... allt sem snertir skólamál, ... allt sem skólamál varðar

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.8.2007

Spyrjandi

Magnús Torfi

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt..“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6762.

Guðrún Kvaran. (2007, 16. ágúst). Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6762

Guðrún Kvaran. „Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt..“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6762>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í merkingunni 'hvað snertir, hvað varðar'. Í flestum tilvikum má umorða texta þannig að ekki þurfi að nota lýsingarháttinn og fer oftast betur á því. Dæmi:

  1. Maðurinn bað um upplýsingar varðandi umferðarþunga í bænum ... > Maðurinn bað um upplýsingar um umferðarþunga í bænum
  2. Ákveðið var á fundinum að taka til umræðu allt varðandi skólamál > Ákveðið var á fundinum að taka til umræðu allt sem lýtur að skólamálum, ... allt sem snertir skólamál, ... allt sem skólamál varðar
...