Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinnu sinni.Ólögleg afritun á geisladiskum fer vaxandi og hafa ýmis fyrirtæki, svo sem Microsoft, reynt að að hamla gegn henni. Þeir komu fram með forrit sem leyfir manni ekki að spila ýmsa geisladiska í tölvum, en ýmsir gallar voru á þessu. Til dæmis virtist ekki vera hægt að spila geisladiskana í hljómflutningstækjum bíla. Þá gáfu þeir út nýtt forrit, Windows Media Data Session Toolkit, sem veitti skrifvörn en gerði kleift að spila diskana í öllum tækjum. Ástæðan fyrir því að sérstakt gjald er lagt á tóma geisladiska þó svo að aðeins hluti þeirra sé notaður til ólöglegrar afritunar, er sú að löggjafanum þótti það vera einfaldasta lausnin til að bæta höfundum tónlistar tekjumissi vegna afritunarinnar. Hægt er að lesa meira um afritun og geisladiska á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:
- Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?
- Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.