Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 300 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar finnst blæösp á Íslandi?

Blæösp (Populus tremula) finnst einkum í Mið- og Norður-Evrópu og Asíu. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæöspin orðið 10-25 m há, en hefur hæst mælst 13 metrar hér á landi. Blæöspin hefur aðeins fundist villt á sex stöðum á Íslandi. Tveimur stöðum á Norðurlandi og fj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?

Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng. Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrskógur það sama og greniskógur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?

Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“. Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf með...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?

Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er skógur skilgreindur?

Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?

Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?

Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

category-iconLögfræði

Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?

Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...

Fleiri niðurstöður