Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð.Á Íslandi er stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á skógi:
- skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
- skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
- lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
- lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
- þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan

Flatamál skóga og þróun þess frá 1990 til 2019. Hér er náttúrlegt birkikjarr tekið með en það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta (sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg).

Í dag þekja skógar um 2% af flatarmáli Íslands.
- 10% þekju láglendis á skógum til nytja, en það samsvarar 5% af flatarmáli landsins
- aukinni skógrækt til landbóta, yndis og útivistar sem er þó ólíkleg til að ná nema um 1% af flatarmáli landsins
- aukinni útbreiðslu skóga til verndar og vistkerfisþjónustu, en þar er einkum um náttúrulega útbreiðslu birkiskóglendis að ræða og gæti hún náð til 6% landsins eða meira.
- Arnór Snorrason og EDS. „Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2021. Sótt 15. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=80530
- Þröstur Eysteinsson. „Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2002. Sótt 15. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=2459
- Jón Loftsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Brynjólfur Jónsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þröstur Eysteinsson. Skógar á Íslandi. Stefna á 21. öld. Skógrækt ríkisins. Janúar 2013. https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Skogstefna-jan-2013.pdf
- Lög um skóga og skógrækt nr. 33 15. maí 2019.
- Tölur og graf: Skógræktin - Arnór Snorrason.
- Mynd: Stjórnarráðið | Ný heildarlög um skóga og skógrækt samþykkt á Alþingi. (Sótt 16.2.2021).