Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð.Á Íslandi er stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á skógi:
- skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
- skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
- lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
- lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
- þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan
- 10% þekju láglendis á skógum til nytja, en það samsvarar 5% af flatarmáli landsins
- aukinni skógrækt til landbóta, yndis og útivistar sem er þó ólíkleg til að ná nema um 1% af flatarmáli landsins
- aukinni útbreiðslu skóga til verndar og vistkerfisþjónustu, en þar er einkum um náttúrulega útbreiðslu birkiskóglendis að ræða og gæti hún náð til 6% landsins eða meira.
- Arnór Snorrason og EDS. „Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2021. Sótt 15. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=80530
- Þröstur Eysteinsson. „Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2002. Sótt 15. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=2459
- Jón Loftsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Brynjólfur Jónsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þröstur Eysteinsson. Skógar á Íslandi. Stefna á 21. öld. Skógrækt ríkisins. Janúar 2013. https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Skogstefna-jan-2013.pdf
- Lög um skóga og skógrækt nr. 33 15. maí 2019.
- Tölur og graf: Skógræktin - Arnór Snorrason.
- Mynd: Stjórnarráðið | Ný heildarlög um skóga og skógrækt samþykkt á Alþingi. (Sótt 16.2.2021).