Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?

Arnór Snorrason og EDS

Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu 360-420 milljarðar tonna í skógum. Til viðbótar er áætlað að á milli 30 og 70 prósent kolefnisforða jarðvegs séu í jarðvegi skóga.

Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint skógrækt sem eina af þeim aðgerðum sem leggja skal áherslu á til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um aðgerðir í loftslagsmálum. Í dag þekja skógar um 2% af flatarmáli Íslands sem er aðeins brot af þeirri skógarþekju sem var áður en landið byggðist og landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu. Möguleikarnir eru því miklir á þessu sviði eins og fram kemur í svari Arnórs Snorrasonar við spurningunni Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið? Þar segir:

Því má segja að það sé lán í óláni að við erum þjóð sem hefur tapað 95% af skógarþekju sinni og um þriðjungi gróðurþekjunnar og getum því brugðist við með skóggræðslu og uppgræðslu. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, við græðum upp landið og aukum framleiðni þess og lífrænan fjölbreytileika á sama tíma og við sinnum alþjóðlegu björgunarstarfi á lofthjúpi jarðar sem við öll sem lifum á þessum hnetti verðum að vernda ef við ætlum að lifa af.

Íslenskir vísindamenn hafa um langt skeið kortlagt skóga og skógrækt hér á landi og rannsakað kolefnisbindingu. Sú skilgreining á skógi sem stuðst er við hérlendis er eftirfarandi:

  1. skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
  2. skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
  3. lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
  4. lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
  5. þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan

Skógræktin heldur utan um töluleg gögn sem tengjast kolefnisbindingu í skógum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá henni hefur flatarmál ræktaðs skógar á Íslandi aukist um 36,9 kha (kílóhektarar = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2019; var 7,1 kha 1990 en 44,0 kha 2019. Náttúrulegur birkiskógur hefur aukist um 10,4 kha á sama tíma, var 88,1 kha 1990 en 98,5 kha 2019. Náttúrulegt birkikjarr hefur aukist um 5,9 kha milli áranna 1990 og 2019, var 50,2 kha 1990 en er 56,1 kha 2019.

Flatamál skóga og þróun þess frá 1990 til 2019. Hér er náttúrlegt birkikjarr tekið með en það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta (sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg).

Kolefnisbinding hefur að sama skapi aukist á þessu tímabili. Ræktaður skógur hefur aukið nettóbindingu um 304,6 kt (kílótonn = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2018. Var 26,8 kt 1990 en 331,4 kt 2018.

Náttúrulegur birkiskógur hefur aukið nettóbindingu um 27,0 kt milli, var 14,0 kt 1990 en 41,0 kt 2018 og náttúrulegt birkikjarr hefur aukið nettóbindingu um 16,5 kt, úr 3,9 kt 1990 í 20,4 kt 2018.

Kolefnisbinding skóga og kjarrs og þróun hennar frá 1990 til 2018.

Rétt er að taka fram að þær tölur sem hér hafa verið reifaðar eru matstölur sem taka einhverjum breytingum á hverju ári. Mestu breytingarnar verða á árum sem eru næst í tíma, það er 2019, 2018, 2017 og 2016.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Höfundar

Arnór Snorrason

skógfræðingur hjá Skógræktinni

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.1.2021

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson

Tilvísun

Arnór Snorrason og EDS. „Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80530.

Arnór Snorrason og EDS. (2021, 21. janúar). Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80530

Arnór Snorrason og EDS. „Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80530>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?
Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu 360-420 milljarðar tonna í skógum. Til viðbótar er áætlað að á milli 30 og 70 prósent kolefnisforða jarðvegs séu í jarðvegi skóga.

Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint skógrækt sem eina af þeim aðgerðum sem leggja skal áherslu á til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um aðgerðir í loftslagsmálum. Í dag þekja skógar um 2% af flatarmáli Íslands sem er aðeins brot af þeirri skógarþekju sem var áður en landið byggðist og landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu. Möguleikarnir eru því miklir á þessu sviði eins og fram kemur í svari Arnórs Snorrasonar við spurningunni Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið? Þar segir:

Því má segja að það sé lán í óláni að við erum þjóð sem hefur tapað 95% af skógarþekju sinni og um þriðjungi gróðurþekjunnar og getum því brugðist við með skóggræðslu og uppgræðslu. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, við græðum upp landið og aukum framleiðni þess og lífrænan fjölbreytileika á sama tíma og við sinnum alþjóðlegu björgunarstarfi á lofthjúpi jarðar sem við öll sem lifum á þessum hnetti verðum að vernda ef við ætlum að lifa af.

Íslenskir vísindamenn hafa um langt skeið kortlagt skóga og skógrækt hér á landi og rannsakað kolefnisbindingu. Sú skilgreining á skógi sem stuðst er við hérlendis er eftirfarandi:

  1. skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
  2. skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
  3. lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
  4. lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
  5. þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan

Skógræktin heldur utan um töluleg gögn sem tengjast kolefnisbindingu í skógum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá henni hefur flatarmál ræktaðs skógar á Íslandi aukist um 36,9 kha (kílóhektarar = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2019; var 7,1 kha 1990 en 44,0 kha 2019. Náttúrulegur birkiskógur hefur aukist um 10,4 kha á sama tíma, var 88,1 kha 1990 en 98,5 kha 2019. Náttúrulegt birkikjarr hefur aukist um 5,9 kha milli áranna 1990 og 2019, var 50,2 kha 1990 en er 56,1 kha 2019.

Flatamál skóga og þróun þess frá 1990 til 2019. Hér er náttúrlegt birkikjarr tekið með en það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta (sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg).

Kolefnisbinding hefur að sama skapi aukist á þessu tímabili. Ræktaður skógur hefur aukið nettóbindingu um 304,6 kt (kílótonn = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2018. Var 26,8 kt 1990 en 331,4 kt 2018.

Náttúrulegur birkiskógur hefur aukið nettóbindingu um 27,0 kt milli, var 14,0 kt 1990 en 41,0 kt 2018 og náttúrulegt birkikjarr hefur aukið nettóbindingu um 16,5 kt, úr 3,9 kt 1990 í 20,4 kt 2018.

Kolefnisbinding skóga og kjarrs og þróun hennar frá 1990 til 2018.

Rétt er að taka fram að þær tölur sem hér hafa verið reifaðar eru matstölur sem taka einhverjum breytingum á hverju ári. Mestu breytingarnar verða á árum sem eru næst í tíma, það er 2019, 2018, 2017 og 2016.

Heimildir og frekari fróðleikur:...