Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 241 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?

Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu. Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snýst sólin um sjálfa sig?

Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan kemur nafnið geitungur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...

category-iconFöstudagssvar

Þarf maður að eiga foreldra?

Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...

category-iconÞjóðfræði

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?

Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...

category-iconHugvísindi

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?

Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?

Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?

Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?

Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna. Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum? Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grí...

Fleiri niðurstöður