Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur af haframjölspökkunum.“

Aðeins yngra er dæmi úr Hvunndagshetju Auðar Haralds eða frá 1979 (bls. 23): „Mér fannst gagú að geta ekki [...] dreift í kringum mig áríðandi smámiðum án þess að hershöfðinginn [...] tíndi kerfisbundið eins og alltétandi vél alla sneplana; glósur, [...] tyggjóbréf, fötin af dúkkulísunum.“

Dúkkulísur voru orðnar mjög algengar hér á landi um 1940 og gengu stundum undir heitinu brúðulísur.

Þriðja heimildin er úr grein eftir Ólaf Gíslason í Tímariti Máls og menningar (1992:69) þar sem hann þýddi smástúf efir Arthur R. Danto: „Eins og Marx sagði, þá getum við verið abstraktmálarar á morgnana, fótórealistar um eftirmiðdaginn og naumir naumhyggjumenn á kvöldin. Eða við getum klippt út dúkkulísur eða gert hvern fjandann sem okkur lystir.“

Dæmin segja nokkuð um dúkkulísurnar og það sem þeim fylgdi. Vissulega var hægt að safna dúkkulísum af haframjölspökkum en algengara var að kaupa hefti þar sem dúkkulísurnar voru úr mátulega stífum pappa en fötin úr pappír. Sérstakir flipar voru víða á fötunum sem beygðir voru utan um dúkkulísuna til þess að fötin héldust á henni.

Orðið dúkkulísa er hingað komið úr dönsku dukkelise eins og reyndar orðið dúkka, í dönsku dukke. Í stóru sögulegu orðabókinni Ordbog over det danske sprog er elsta dæmið frá öðrum áratug 20. aldar. Við fyrirspurnum um orðið í þættinum Íslenskt mál fengust þær heimildir að dúkkulísur hefðu verið orðnar mjög algengar um 1940 en elstar heimildir fengust frá um 1930. Nokkrir töluðu um brúðulísur, rétt eins og sumum var í nöp við orðið dúkka og notuðu brúða í staðinn, og allnokkrir sögðu að styttingin lísur hefði verið mjög algeng.

Ekki gátu allir eignast hefti með dúkkulísum og frá Akureyri bárust þær heimildir að meðal barna hefði tíðkast að klippa út myndir af fólki úr blöðum og nota í staðinn fyrir aðkeyptar dúkkulísur. Þetta var kallað bréfó og átti orðið bæði við myndasafnið sjálft og leikinn með myndirnar.

Mynd:


Þetta svar birtist fyrst sem orð vikunnar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.2.2012

Spyrjandi

Ritstjórn, Sóley Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62015.

Guðrún Kvaran. (2012, 24. febrúar). Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62015

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62015>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?
Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur af haframjölspökkunum.“

Aðeins yngra er dæmi úr Hvunndagshetju Auðar Haralds eða frá 1979 (bls. 23): „Mér fannst gagú að geta ekki [...] dreift í kringum mig áríðandi smámiðum án þess að hershöfðinginn [...] tíndi kerfisbundið eins og alltétandi vél alla sneplana; glósur, [...] tyggjóbréf, fötin af dúkkulísunum.“

Dúkkulísur voru orðnar mjög algengar hér á landi um 1940 og gengu stundum undir heitinu brúðulísur.

Þriðja heimildin er úr grein eftir Ólaf Gíslason í Tímariti Máls og menningar (1992:69) þar sem hann þýddi smástúf efir Arthur R. Danto: „Eins og Marx sagði, þá getum við verið abstraktmálarar á morgnana, fótórealistar um eftirmiðdaginn og naumir naumhyggjumenn á kvöldin. Eða við getum klippt út dúkkulísur eða gert hvern fjandann sem okkur lystir.“

Dæmin segja nokkuð um dúkkulísurnar og það sem þeim fylgdi. Vissulega var hægt að safna dúkkulísum af haframjölspökkum en algengara var að kaupa hefti þar sem dúkkulísurnar voru úr mátulega stífum pappa en fötin úr pappír. Sérstakir flipar voru víða á fötunum sem beygðir voru utan um dúkkulísuna til þess að fötin héldust á henni.

Orðið dúkkulísa er hingað komið úr dönsku dukkelise eins og reyndar orðið dúkka, í dönsku dukke. Í stóru sögulegu orðabókinni Ordbog over det danske sprog er elsta dæmið frá öðrum áratug 20. aldar. Við fyrirspurnum um orðið í þættinum Íslenskt mál fengust þær heimildir að dúkkulísur hefðu verið orðnar mjög algengar um 1940 en elstar heimildir fengust frá um 1930. Nokkrir töluðu um brúðulísur, rétt eins og sumum var í nöp við orðið dúkka og notuðu brúða í staðinn, og allnokkrir sögðu að styttingin lísur hefði verið mjög algeng.

Ekki gátu allir eignast hefti með dúkkulísum og frá Akureyri bárust þær heimildir að meðal barna hefði tíðkast að klippa út myndir af fólki úr blöðum og nota í staðinn fyrir aðkeyptar dúkkulísur. Þetta var kallað bréfó og átti orðið bæði við myndasafnið sjálft og leikinn með myndirnar.

Mynd:


Þetta svar birtist fyrst sem orð vikunnar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er birt hér með góðfúslegu leyfi....