Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna.

Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi er líka aðeins eitt slíkt örnefni, en í Haga í Hraunhreppi í Mýrasýslu er Þingmannahóll.

Á Vestfjarðakjálkanum eru þessi örnefni flest, einkum í Barðastrandarsýslu. Þingmannagjá og Þingmannarjóður eru í Þorskafirði, einnig Þingmannagötur (Jarðabók VI:207), öll tengd Þorskafjarðarþingi. Þingmannakleif, Þingmannarjóður og í því Þingmannatjörn eru í Vattarfirði, Þingmannaheiði er á milli Skálmarfjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu og Vatnsfjarðar í Vestur-Barðastrandarsýslu. Úr austurbotni Vatnsfjarðar gengur grunnur dalur, Þingmannadalur, upp í Þingmannaheiði. Um hann fellur Þingmannaá (Jarðabók XIII:173). Talið hefur verið að þing hafi einhvern tíma verið á Vattarnesi og tengist nöfnin því. Í Botni í Dýrafirði eru Þingmannavötn og Þingmannarjóður og tengjast Dýrafjarðarþingi, og í Botni í Súgandafirði er Þingmannaheiði, oft kennd við Bolvíkinga.

Fæst Þingmanna-örnefni eru á Suður- og Vesturlandi. Myndin sýnir Þingmannaheiði, milli Vattarfjarðar og Vatnsfjarðar.

Á Norðurlandi eru þónokkur Þingmanna-örnefni, Þingmannaá í Vatnsdal tengd Húnavatnsþingi og Þingmannaháls á Eyvindarstaðaheiði í Austur-Húnavatnssýlu. Kjalvegur lá yfir hann að fornu (Ferðabók, 410). Þingmannahnjúkur er á Vaðlaheiði upp af Kaupangssveit í Eyjafirði, Þingmannalækur er í landi Litla-Eyrarlands í Eyjafirði og Þingmannavegur liggur þaðan og yfir Vaðlaheiði til Fnjóskadals. Í Ljósvetningasögu er hann nefndur Þingmannaleið (Ísl. fornrit X:75). Örnefnin tengjast Vaðlaþingstað. Þingmannalækur er í landi Sólvangs í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjasýslu, rennur vestur úr Ljósavatnsskarði. Hans er getið í fornbréfum (DI VI:8 (1312), 502 og 504 (1483)).

Á Austurlandi var Þingmannanúpur til sem örnefni, hamarsgnípa á mörkum Þingmúla og Berufjarðar í Suður-Múlasýslu en ekki þekkt lengur, og Þingmannaups var einnig í Suður-Múlasýslu samkvæmt fornbréfi (DI VIII:10) (1370).

Eins og sést af þessu yfirliti hafa ekki öll þingin í landinu skilið eftir sig Þingmanna-örnefni hvernig sem á því stendur og er áberandi hvað Suður- og Vesturland eru þar eftirbátar annarra landshluta.

Heimildir:

  • Barðstrendingabók. Pétur Jónsson frá Stökkum. 1942, bls. 69.
  • DI = Íslenskt fornbréfasafn I-. 1857-.
  • Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. 1945.
  • Íslenzk fornrit. Ljósvetninga saga. 1940.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. VI. bindi. 1938; XIII. bindi 1990.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags. 2000.
  • Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 2005.
  • Sóknalýsingar Vestfjarða I-II. 1952.
  • Sýslu- og sóknalýsingar Eyjafjarðarsýslu. 1972.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson, Landið þitt Ísland. 5. bindi, 142-143. 1984.
  • Örnefnaskrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

16.4.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65100.

Svavar Sigmundsson. (2013, 16. apríl). Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65100

Svavar Sigmundsson. „Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?
Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna.

Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi er líka aðeins eitt slíkt örnefni, en í Haga í Hraunhreppi í Mýrasýslu er Þingmannahóll.

Á Vestfjarðakjálkanum eru þessi örnefni flest, einkum í Barðastrandarsýslu. Þingmannagjá og Þingmannarjóður eru í Þorskafirði, einnig Þingmannagötur (Jarðabók VI:207), öll tengd Þorskafjarðarþingi. Þingmannakleif, Þingmannarjóður og í því Þingmannatjörn eru í Vattarfirði, Þingmannaheiði er á milli Skálmarfjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu og Vatnsfjarðar í Vestur-Barðastrandarsýslu. Úr austurbotni Vatnsfjarðar gengur grunnur dalur, Þingmannadalur, upp í Þingmannaheiði. Um hann fellur Þingmannaá (Jarðabók XIII:173). Talið hefur verið að þing hafi einhvern tíma verið á Vattarnesi og tengist nöfnin því. Í Botni í Dýrafirði eru Þingmannavötn og Þingmannarjóður og tengjast Dýrafjarðarþingi, og í Botni í Súgandafirði er Þingmannaheiði, oft kennd við Bolvíkinga.

Fæst Þingmanna-örnefni eru á Suður- og Vesturlandi. Myndin sýnir Þingmannaheiði, milli Vattarfjarðar og Vatnsfjarðar.

Á Norðurlandi eru þónokkur Þingmanna-örnefni, Þingmannaá í Vatnsdal tengd Húnavatnsþingi og Þingmannaháls á Eyvindarstaðaheiði í Austur-Húnavatnssýlu. Kjalvegur lá yfir hann að fornu (Ferðabók, 410). Þingmannahnjúkur er á Vaðlaheiði upp af Kaupangssveit í Eyjafirði, Þingmannalækur er í landi Litla-Eyrarlands í Eyjafirði og Þingmannavegur liggur þaðan og yfir Vaðlaheiði til Fnjóskadals. Í Ljósvetningasögu er hann nefndur Þingmannaleið (Ísl. fornrit X:75). Örnefnin tengjast Vaðlaþingstað. Þingmannalækur er í landi Sólvangs í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjasýslu, rennur vestur úr Ljósavatnsskarði. Hans er getið í fornbréfum (DI VI:8 (1312), 502 og 504 (1483)).

Á Austurlandi var Þingmannanúpur til sem örnefni, hamarsgnípa á mörkum Þingmúla og Berufjarðar í Suður-Múlasýslu en ekki þekkt lengur, og Þingmannaups var einnig í Suður-Múlasýslu samkvæmt fornbréfi (DI VIII:10) (1370).

Eins og sést af þessu yfirliti hafa ekki öll þingin í landinu skilið eftir sig Þingmanna-örnefni hvernig sem á því stendur og er áberandi hvað Suður- og Vesturland eru þar eftirbátar annarra landshluta.

Heimildir:

  • Barðstrendingabók. Pétur Jónsson frá Stökkum. 1942, bls. 69.
  • DI = Íslenskt fornbréfasafn I-. 1857-.
  • Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. 1945.
  • Íslenzk fornrit. Ljósvetninga saga. 1940.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. VI. bindi. 1938; XIII. bindi 1990.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags. 2000.
  • Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 2005.
  • Sóknalýsingar Vestfjarða I-II. 1952.
  • Sýslu- og sóknalýsingar Eyjafjarðarsýslu. 1972.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson, Landið þitt Ísland. 5. bindi, 142-143. 1984.
  • Örnefnaskrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...