Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum?

Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grísk-rómverskri glímu á leikunum í London. Frá þeim tíma og til og með leikunum í London árið 2012 hafa 228 einstaklingar tekið þátt fyrir hönd Íslands. Árið 2016 sendi Ísland átta keppendur á leikana í Ríó í Brasilíu en af þeim hafa fimm áður tekið þátt.

Jóhannes Jósefsson var fyrsti Íslendingurinn sem keppti á Ólympíuleikum.

Flestir íslenskir keppendur hafa aðeins farið á eina Ólympíuleika, nokkrir hafa keppt tvisvar sinnum, einhverjir þrisvar sinnum en fjórir hafa keppt fjórum sinnum. Það eru Guðmundur Gíslason í sundi (1960, 1964, 1968, 1972), Bjarni Friðriksson í júdó (1980, 1984, 1988, 1992), Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti (1984, 1988, 1992, 1996) og Jakob Jóhann Sveinsson í sundi (2000, 2004, 2008, 2012).

Ólympíuleikarnir fóru fram í London árið 2012. Þar áttu Íslendingar 27 keppendur.

Að undanskildum leikunum árið 1908 hafa Íslendingar alltaf verið með keppendur í frjálsum íþróttum þegar þeir hafa tekið þátt. Langoftast hafa þeir einnig átt keppendur í sundi. Aðrar greinar sem Íslendingar hafa tekið þátt í eru badminton, fimleikar, glíma, handbolti, júdó, lyftingar, siglingar, skotfimi og sundknattleikur.

Það kemur kannski ekki á óvart að flestir íslenskir þátttakendur hafa verið í handbolta, enda um hópíþrótt að ræða. Næstflestir keppendur hafa verið í frjálsum íþróttum og þar á eftir kemur sund.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.8.2016

Spyrjandi

Hildur Georgsdóttir, Allan Sigurðsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2016, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11178.

EDS. (2016, 10. ágúst). Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11178

EDS. „Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2016. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11178>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum?

Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grísk-rómverskri glímu á leikunum í London. Frá þeim tíma og til og með leikunum í London árið 2012 hafa 228 einstaklingar tekið þátt fyrir hönd Íslands. Árið 2016 sendi Ísland átta keppendur á leikana í Ríó í Brasilíu en af þeim hafa fimm áður tekið þátt.

Jóhannes Jósefsson var fyrsti Íslendingurinn sem keppti á Ólympíuleikum.

Flestir íslenskir keppendur hafa aðeins farið á eina Ólympíuleika, nokkrir hafa keppt tvisvar sinnum, einhverjir þrisvar sinnum en fjórir hafa keppt fjórum sinnum. Það eru Guðmundur Gíslason í sundi (1960, 1964, 1968, 1972), Bjarni Friðriksson í júdó (1980, 1984, 1988, 1992), Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti (1984, 1988, 1992, 1996) og Jakob Jóhann Sveinsson í sundi (2000, 2004, 2008, 2012).

Ólympíuleikarnir fóru fram í London árið 2012. Þar áttu Íslendingar 27 keppendur.

Að undanskildum leikunum árið 1908 hafa Íslendingar alltaf verið með keppendur í frjálsum íþróttum þegar þeir hafa tekið þátt. Langoftast hafa þeir einnig átt keppendur í sundi. Aðrar greinar sem Íslendingar hafa tekið þátt í eru badminton, fimleikar, glíma, handbolti, júdó, lyftingar, siglingar, skotfimi og sundknattleikur.

Það kemur kannski ekki á óvart að flestir íslenskir þátttakendur hafa verið í handbolta, enda um hópíþrótt að ræða. Næstflestir keppendur hafa verið í frjálsum íþróttum og þar á eftir kemur sund.

Heimildir:

Myndir:

...