Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7548 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Alþingi stofnað?

Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er varasamt að borða grillaðan mat?

Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?

Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Barbara McClintock og hvert var framlag hennar til erfðafræðinnar?

Barbara McClintock var fædd árið 1902 í Hartford í Connecticut. Hún lauk doktorsprófi í grasafræði frá Cornell-háskóla árið 1927, en í rannsóknum sínum hafði hún fengist við erfðir maísplöntunnar. Hún starfaði áfram við Cornell með litlum hléum til ársins 1936 og gerði á þeim árum merkar athuganir á litningum plön...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?

Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?

Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...

category-iconHeimspeki

Hvað er smættarkenning?

Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?

Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að hugsa röklega?

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch?

Karl Ritter1 von Frisch fæddist 20. nóvember 1886 í Vínarborg og lést 12. júní 1982 í München, yngstur fjögurra sona hjónanna Antons Ritters von Frisch prófessors og þvagfæraskurðlæknis og Marie von Frisch. Allir urðu bræðurnir háskólaprófessorar eins og faðir þeirra. Karl nam líffræði við Háskólann í Vín og síðan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?

Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðið rassía og hvernig tengist það íslamstrú?

Uppurunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað? Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyn...

category-iconLögfræði

Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

Fleiri niðurstöður