Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að hugsa röklega?

Geir Þ. Þórarinsson

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur.

Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast „skynsemisbresti“ eða hugsanavillur. Þessum reglum lýsir hann í ritinu Orðræðu um aðferð. Descartes skilgreindi skynsemina sem hæfileikann til að vega og meta og greina rétt frá röngu og taldi að þennan hæfileika væri að finna í jafn miklum mæli hjá öllum mönnum. Aftur á móti beita menn skynseminni með misgóðum árangri. Gáfur manna eru líka mismiklar, það er að segja hugsun þeirra er mishröð, minni þeirra misgott og ímyndunaraflið misskýrt og ríkt. Og þeir komast að afar ólíkum niðurstöðum. Þess vegna er mikilvægt að geta prófað skoðanir sínar með einhverjum hætti.

Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast hugsanavillur.

Aðferð Descartes er í fjórum liðum:

  1. Að hafa ekkert fyrir satt nema það liggi í augum uppi og kveða ekki á um neitt nema það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að maður geti ómögulega borið brigður á það.
  2. Að sundurgreina sérhvern vanda í eins marga smáþætti og unnt er til að ráða betur við hann.
  3. Að hugsa í réttri röð, það er fikra sig frá hinum einfaldasta þætti vandans til hins flóknasta. Og gera einnig ráð fyrir slíkri röð þar sem hún er engin samkvæmt eðli hlutanna.
  4. Fella hvergi neitt undan og yfirfara alla þætti rækilega til að geta verið viss um að sjást ekki yfir neitt.
Þannig taldi Descartes að hægt væri að draga úr líkunum á hugsanavillum.

Fyrsta reglan er innsæisregla og segir til um hvenær þörf er á hinum. Því það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að með engu móti sé hægt að bera brigður á það er ekki vandamál sem þarf að sundurgreina og vinna úr, taka svo saman og yfirfara. Önnur reglan kveður á um sundurgreiningu og er nauðsynleg fyrir þriðju regluna. Þriðja reglan fjallar um samantekt en ef ekki er hugsað í réttri röð er meiri hætta á yfirsjón. Það er einnig hætt við því að byrji maður á erfiðustu og flóknustu þáttum vandans ráði maður ekki við þá. En hafi maður fyrst tekið fyrir einfaldari þættina þá er líklegt að flóknari þættirnir verði auðveldari viðfangs. Fjórða reglan kveður svo á um yfirferð til að tryggja að manni hafi ekki sést yfir neitt.

Markmið aðferðarinnar er það að gera mönnum tamt að hugsa skýrt svo þeir geti dregið ályktanir eðlilega, svo þeim miði eitthvað áfram í leit sinni að sannleika hvort heldur í vísindum eða í hversdagslífinu og svo þeir geti forðast óþarfa hugsanavillur og verið öruggari með niðurstöður sínar.

Nú geta lesendur sjálfir prófað að beita aðferð Descartes og athugað hvað þeim finnst um árangurinn.

Frekari fróðleikur:
  • Descartes, René, Orðræða um aðferð. Magnús G. Jónsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.2.2008

Spyrjandi

Gezim Haziri

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er best að hugsa röklega?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7078.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 20. febrúar). Hvernig er best að hugsa röklega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7078

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er best að hugsa röklega?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7078>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að hugsa röklega?
Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur.

Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast „skynsemisbresti“ eða hugsanavillur. Þessum reglum lýsir hann í ritinu Orðræðu um aðferð. Descartes skilgreindi skynsemina sem hæfileikann til að vega og meta og greina rétt frá röngu og taldi að þennan hæfileika væri að finna í jafn miklum mæli hjá öllum mönnum. Aftur á móti beita menn skynseminni með misgóðum árangri. Gáfur manna eru líka mismiklar, það er að segja hugsun þeirra er mishröð, minni þeirra misgott og ímyndunaraflið misskýrt og ríkt. Og þeir komast að afar ólíkum niðurstöðum. Þess vegna er mikilvægt að geta prófað skoðanir sínar með einhverjum hætti.

Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast hugsanavillur.

Aðferð Descartes er í fjórum liðum:

  1. Að hafa ekkert fyrir satt nema það liggi í augum uppi og kveða ekki á um neitt nema það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að maður geti ómögulega borið brigður á það.
  2. Að sundurgreina sérhvern vanda í eins marga smáþætti og unnt er til að ráða betur við hann.
  3. Að hugsa í réttri röð, það er fikra sig frá hinum einfaldasta þætti vandans til hins flóknasta. Og gera einnig ráð fyrir slíkri röð þar sem hún er engin samkvæmt eðli hlutanna.
  4. Fella hvergi neitt undan og yfirfara alla þætti rækilega til að geta verið viss um að sjást ekki yfir neitt.
Þannig taldi Descartes að hægt væri að draga úr líkunum á hugsanavillum.

Fyrsta reglan er innsæisregla og segir til um hvenær þörf er á hinum. Því það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að með engu móti sé hægt að bera brigður á það er ekki vandamál sem þarf að sundurgreina og vinna úr, taka svo saman og yfirfara. Önnur reglan kveður á um sundurgreiningu og er nauðsynleg fyrir þriðju regluna. Þriðja reglan fjallar um samantekt en ef ekki er hugsað í réttri röð er meiri hætta á yfirsjón. Það er einnig hætt við því að byrji maður á erfiðustu og flóknustu þáttum vandans ráði maður ekki við þá. En hafi maður fyrst tekið fyrir einfaldari þættina þá er líklegt að flóknari þættirnir verði auðveldari viðfangs. Fjórða reglan kveður svo á um yfirferð til að tryggja að manni hafi ekki sést yfir neitt.

Markmið aðferðarinnar er það að gera mönnum tamt að hugsa skýrt svo þeir geti dregið ályktanir eðlilega, svo þeim miði eitthvað áfram í leit sinni að sannleika hvort heldur í vísindum eða í hversdagslífinu og svo þeir geti forðast óþarfa hugsanavillur og verið öruggari með niðurstöður sínar.

Nú geta lesendur sjálfir prófað að beita aðferð Descartes og athugað hvað þeim finnst um árangurinn.

Frekari fróðleikur:
  • Descartes, René, Orðræða um aðferð. Magnús G. Jónsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991).

Mynd: