Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki?Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk fjármálafyrirtækja, endurskoðendur og hverja þá sem taka að sér verk fyrir fjármálafyrirtæki til að gæta þagnarskyldu. Þagnarskyldan nær til alls þess sem aðilar kunna að fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varðar viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna þess. Brot gegn þessu ákvæði getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum skv. b-lið 112. gr. sömu laga.

Þagnarskyldan tekur einnig til þeirra aðila sem kunna að taka að sér verkefni fyrir bankann og hvern þann sem tekur við upplýsingum.
- Réttur fjármálaeftirlitsins til upplýsinga.
- Réttur skattayfirvalda til upplýsinga.
- Réttur lögreglu til upplýsinga við rannsókn opinberra mála.