Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað?Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyndiaðgerðir, til dæmis þegar lögregla eða skattayfirvöld eiga í hlut. Þó orðið sé ekki að finna í Íslenskri orðsifjabók kemur það líklega úr dönsku og þaðan úr frönsku 'razzia'. Forsaga orðsins er hins vegar áhugaverð, en uppruna þess má rekja til arabísku. Eins og önnur semitísk tungumál byggir arabíska á orðarótum sem oftast eru þrír samhljóðar. Sérhljóðum og ýmsum viðskeytum er svo bætt við og inn á milli rótarsamhljóðanna til að mynda hinar ýmsu afleiður rótarinnar. Þannig er orðið rassía upphaflega komið af arabísku rótinni 'gh-z-w', þar sem 'gh' er kokmælt önghljóð (eins og franskt 'r'), 'z' raddað s-hljóð, og stafurinn 'w' sem getur bæði tekið á sig myndina 'w' og langt 'u' (ú). Grunnmerking rótarinnar er annars vegar 'að ætla sér, einsetja sér eitthvaðð', og hins vegar 'að berjast, ráðast á' og svo framvegis. Af rótinni er svo dregið nafnorðið ghazw og ghazwah, sem merkir árás og svo aftur ghazi sem merkir árásarmaður. Ghazi er til dæmis tökuorð í ensku, og merkir hermaður, sérstaklega sá sem barðist fyrir útbreiðslu íslamstrúar fyrr á öldum.

Af rót orðsins 'rassía' er dregið nafnorðið ghazw og ghazwah, sem merkir árás og svo aftur ghazi sem merkir árásarmaður. Ghazi er tökuorð í ensku, og merkir hermaður, sérstaklega sá sem barðist fyrir útbreiðslu íslamstrúar fyrr á öldum. Tréristumynd af aftöku ghazi-hermanns.