Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju var Alþingi stofnað?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyrirmyndar um stjórnvisku, völdu menn til þingsetu með hlutkesti – en raunar aðeins úr röðum frjálsra og karlkyns borgara. Annars staðar sóttu allir vopnfærir karlmenn þing, og er talið að orðið al-þing sér runnið frá slíku þinghaldi.

Rómverskur rithöfundur, Tacitus að nafni, skrifaði lýsingu á lifnaðarháttum Germana um 100 e.Kr. Meðal annars segir hann frá þinghaldi þeirra:
Er þeir þykjast nógu fjölmennir orðnir setjast þeir niður og allir vopnaðir. Þá lýsir presturinn þinghelgi og hefir hann tyftunarvald á þinginu. En þar næst tekur konungur til máls, eða oddviti, eftir því sem hver hefir aldur til, ættgöfgi, afreksverk eða orðgnótt. Hlýða menn máli hans því betur sem þeim þykja tillögur hans veigameiri, en skipunarvald hefir hann ekki. Ef áheyrendum gest eigi að orðum hans heyrist illur kurr í þeim. En ef þeim líkar vel til hans að heyra fella þeir frenjur saman. Að láta lof sitt í ljós með vopnum þykir hinn sæmilegasti vottur samþykkis.
Því má bæta við að þessi siður, að samþykkja með því að slá saman vopnum eða vopnum og skjöldum, mun vera fyrirrennari þess að samþykkja með lófataki.

Svona gæti hafa verið umhorfs á Gulaþingi í Noregi þangað sem Íslendingar sóttu líklega fyrirmynd sína að þingi.

Þegar Ísland byggðist hafa Norðurlandabúar sjálfsagt haft sín þing eins og aðrar germanskar þjóðir. Varla munu vera til neinar samtímaheimildir um það því að norrænir menn voru þá heiðnir og kunnu lítt að skrifa. En síðar á miðöldum er vitað að norska konungsríkið skiptist í umdæmi fjögurra þinga. Ari fróði gerir líka hiklaust ráð fyrir því í Íslendingabók að Gulaþing á vesturströnd Noregs hafi verið fyrirmynd Íslendinga þegar þeir stofnuðu sitt þing. Hann lýsir upphafi íslenskra laga þannig að „þá er Ísland var víða byggt orðið þá hafði maður austrænn fyrst lög út hingað úr Norvegi, sá er Úlfljótur hét …, en þau voru flest sett að því sem þá voru Gulaþingslög …“ Ekki þurfti því neitt sérstakt tilefni til að Alþingi væri stofnað, enda mun ekki vera sagt frá því í sögum; það var bara eitt af því sem fólk þurfti með til að geta lifað í landinu.

Heimildir og mynd:

  • Íslenzk fornrit. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1968.
  • Jakob Benediktsson: „Landnám og upphaf allsherjarríkis.“ Saga Íslands I (Reykjavík, Bókmenntafélag, 1968), 153–96.
  • Tacitus: Germanía. Þýtt hefir Páll Sveinsson. Reykjavík, Þjóðvinafélag, 1928.
  • Ullmann, Walter: Medieval Political Thought. Harmondsworth, Penguin, 1979 (first published 1965).
  • Mynd: Gulatinget - Sogn og Fjordane - Fylkesleksikon - NRK. (Sótt 4. 6. 2013).


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju var Alþingi stofnað? Hvers konar vandamál voru til staðar áður en það var stofnað?

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.6.2013

Síðast uppfært

3.2.2021

Spyrjandi

Hendrik Daði Jónsson, f. 1996

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Af hverju var Alþingi stofnað?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59883.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2013, 14. júní). Af hverju var Alþingi stofnað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59883

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Af hverju var Alþingi stofnað?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59883>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Alþingi stofnað?
Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyrirmyndar um stjórnvisku, völdu menn til þingsetu með hlutkesti – en raunar aðeins úr röðum frjálsra og karlkyns borgara. Annars staðar sóttu allir vopnfærir karlmenn þing, og er talið að orðið al-þing sér runnið frá slíku þinghaldi.

Rómverskur rithöfundur, Tacitus að nafni, skrifaði lýsingu á lifnaðarháttum Germana um 100 e.Kr. Meðal annars segir hann frá þinghaldi þeirra:
Er þeir þykjast nógu fjölmennir orðnir setjast þeir niður og allir vopnaðir. Þá lýsir presturinn þinghelgi og hefir hann tyftunarvald á þinginu. En þar næst tekur konungur til máls, eða oddviti, eftir því sem hver hefir aldur til, ættgöfgi, afreksverk eða orðgnótt. Hlýða menn máli hans því betur sem þeim þykja tillögur hans veigameiri, en skipunarvald hefir hann ekki. Ef áheyrendum gest eigi að orðum hans heyrist illur kurr í þeim. En ef þeim líkar vel til hans að heyra fella þeir frenjur saman. Að láta lof sitt í ljós með vopnum þykir hinn sæmilegasti vottur samþykkis.
Því má bæta við að þessi siður, að samþykkja með því að slá saman vopnum eða vopnum og skjöldum, mun vera fyrirrennari þess að samþykkja með lófataki.

Svona gæti hafa verið umhorfs á Gulaþingi í Noregi þangað sem Íslendingar sóttu líklega fyrirmynd sína að þingi.

Þegar Ísland byggðist hafa Norðurlandabúar sjálfsagt haft sín þing eins og aðrar germanskar þjóðir. Varla munu vera til neinar samtímaheimildir um það því að norrænir menn voru þá heiðnir og kunnu lítt að skrifa. En síðar á miðöldum er vitað að norska konungsríkið skiptist í umdæmi fjögurra þinga. Ari fróði gerir líka hiklaust ráð fyrir því í Íslendingabók að Gulaþing á vesturströnd Noregs hafi verið fyrirmynd Íslendinga þegar þeir stofnuðu sitt þing. Hann lýsir upphafi íslenskra laga þannig að „þá er Ísland var víða byggt orðið þá hafði maður austrænn fyrst lög út hingað úr Norvegi, sá er Úlfljótur hét …, en þau voru flest sett að því sem þá voru Gulaþingslög …“ Ekki þurfti því neitt sérstakt tilefni til að Alþingi væri stofnað, enda mun ekki vera sagt frá því í sögum; það var bara eitt af því sem fólk þurfti með til að geta lifað í landinu.

Heimildir og mynd:

  • Íslenzk fornrit. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1968.
  • Jakob Benediktsson: „Landnám og upphaf allsherjarríkis.“ Saga Íslands I (Reykjavík, Bókmenntafélag, 1968), 153–96.
  • Tacitus: Germanía. Þýtt hefir Páll Sveinsson. Reykjavík, Þjóðvinafélag, 1928.
  • Ullmann, Walter: Medieval Political Thought. Harmondsworth, Penguin, 1979 (first published 1965).
  • Mynd: Gulatinget - Sogn og Fjordane - Fylkesleksikon - NRK. (Sótt 4. 6. 2013).


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju var Alþingi stofnað? Hvers konar vandamál voru til staðar áður en það var stofnað?

...