Er þeir þykjast nógu fjölmennir orðnir setjast þeir niður og allir vopnaðir. Þá lýsir presturinn þinghelgi og hefir hann tyftunarvald á þinginu. En þar næst tekur konungur til máls, eða oddviti, eftir því sem hver hefir aldur til, ættgöfgi, afreksverk eða orðgnótt. Hlýða menn máli hans því betur sem þeim þykja tillögur hans veigameiri, en skipunarvald hefir hann ekki. Ef áheyrendum gest eigi að orðum hans heyrist illur kurr í þeim. En ef þeim líkar vel til hans að heyra fella þeir frenjur saman. Að láta lof sitt í ljós með vopnum þykir hinn sæmilegasti vottur samþykkis.Því má bæta við að þessi siður, að samþykkja með því að slá saman vopnum eða vopnum og skjöldum, mun vera fyrirrennari þess að samþykkja með lófataki.

Svona gæti hafa verið umhorfs á Gulaþingi í Noregi þangað sem Íslendingar sóttu líklega fyrirmynd sína að þingi.
- Íslenzk fornrit. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1968.
- Jakob Benediktsson: „Landnám og upphaf allsherjarríkis.“ Saga Íslands I (Reykjavík, Bókmenntafélag, 1968), 153–96.
- Tacitus: Germanía. Þýtt hefir Páll Sveinsson. Reykjavík, Þjóðvinafélag, 1928.
- Ullmann, Walter: Medieval Political Thought. Harmondsworth, Penguin, 1979 (first published 1965).
- Mynd: Gulatinget - Sogn og Fjordane - Fylkesleksikon - NRK. (Sótt 4. 6. 2013).
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju var Alþingi stofnað? Hvers konar vandamál voru til staðar áður en það var stofnað?