Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3166 svör fundust
Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?
Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...
Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...
Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?
Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...
Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?
Öll spurningin hljóðaði svona: Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað. Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða. Í 117....
Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi. Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein ...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla. Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frá...
Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?
Orðatiltækið að skipta sköpum er notað um eitthvað sem er mjög mikilvægt, eitthvað sem valdið getur straumhvörfum. Orðið sköp er hvorugkynsorð, einungis notað í fleirtölu. Það merkir í fyrsta lagi 'örlög' og er skylt sögninni að skapa og nafnorðinu skap 'hugur, hugarfar'. Í heiðni töldu menn að skapanornir, þ.e. ö...
Hver fann upp tyggjóið?
Í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? kemur fram að það var maður að nafni John B. Curtis sem á heiðurinn af því að framleiða og selja tyggjó fyrstur manna en það var árið 1848. Reyndar hafði verið þekkt í mörg þúsund ár að tyggja trjákvoðu, vax eða ei...
Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?
Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...
Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...
Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...