Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð.
Dæmi:
lesa, bh. les (þú)
bera, bh. ber (þú)
skrifa, bh. skrifa (þú)
færa, bh. fær (þú)
lemja, bh. lem (þú)
flytja, bh. flyt (þú)
vinna, bh. vinn (þú)
Í öðru lagi er boðháttur viðskeyttur, það er fornafni er skeytt aftan á stofn sagnar og tekur breytingum í samræmi við grannhljóð.
Dæmi:
les + þú > lestu
ber + þú > berðu
skrifa + þú > skrifaðu
fær + þú > færðu
lem + þú > lemdu
flyt + þú > flyttu
vinn + þú > vinndu.
Þannig er unnt að mynda boðhátt af sögninni að vinna, en hins vegar er hann sjaldan notaður.
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2303.
Guðrún Kvaran. (2002, 15. apríl). Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2303
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2303>.