Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?

Kristján Jóhann Jónsson

Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru fengnar til lestrar. Þær þurfa að henta nemendahópnum. Auðvitað mega bækur reyna á nemendur og eiga helst að gera það en nemandinn verður að eiga sæmilega möguleika til skilnings og skapandi lestrar. Þegar best tekst til getur góður kennari notað sögulegar skáldsögur til þess að hjálpa nemendum að mynda sér skoðun á fortíðinni og það er nauðsynlegt. Fortíðin segir okkur yfirleitt fleira um nútíðina en okkur hefði dottið í hug að óreyndu.

Sögulega skáldsagan er tiltölulega ný bókmenntagrein sem óx og dafnaði í tengslum við sagnfræði á nítjándu og tuttugustu öld og lifir enn góðu lífi. Vel heppnuð söguleg skáldsaga segir ekki einungis frá þeirri fortíð sem lýst er. Hún fjallar líka um samtíð höfundarins og notar fortíðina til þess að segja eitt og annað um nútíðina eins og áður var að vikið. Efni góðra sögulegra skáldsagna er valið vegna þess að höfundur telur það eiga sérstakt erindi til samtímans. Allar skáldsögur, líka sögulegar skáldsögur, eru börn síns tíma. Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness er sígilt dæmi. Hún fjallar um efni frá 18. öld en var gefin út á árunum 1943 – 1946. Íslendingar slitu sambandi við Dani og stofnuðu sjálfstætt lýðveldi 1944 og í Íslandsklukkunni má lesa ýmislegt sem beinlínis tengist sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Skáldsagan Waverley (1814) eftir skoska skáldsagnahöfundinn Sir Walter Scott (1771-1832) er stundum talin vera fyrsta sögulega skáldsagan.

Sögulegar skáldsögur gefa hvorki rétta né nákvæma mynd af fortíðinni þó að ýmislegt í þeim teljist satt og rétt. Það er hæpið að ráðast að þeim með einfaldan sannleiksmælikvarða að vopni. Um gildi sögulegra skáldsagna í kennslu gildir reyndar það sama og aðrar bókmenntir: Bókmenntalestur byggir upp víðtæka hæfni til greiningar sem líklega hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Málþroski vex við bókmenntalestur og tungumálið er öflugra en flest annað í því að móta sjálfstæða borgara. Í bókmenntum kynnumst við ævi og veruleika annars fólks og sjáum aðra möguleika en þá sem blasa við næst okkur. Bókmenntir stuðla að styrkri söguvitund og þar eru sögulegar skáldsögur í sérflokki. Bókmenntir og önnur list sýna nemendum heim sem ekki er eins þjakaður af neysluhyggju og gagnsemisþröngsýni og margt annað.[1]

Til þess að söguleg skáldsaga njóti sín og reynist lesendum vel þarf hún að höfða til kunnáttu sem lesandinn hefur eða söguskilnings sem byggður hefur verið upp. Hér komum við aftur að spurningunni sem lögð var fyrir í upphafi. Sögulegar skáldsögur verða heppilegt kennsluefni í grunnskóla ef þær eru vel valdar, hæfa nemendum á því aldursstigi sem um er að ræða og kennarinn gerir nemendum kleift að taka við sögunni. Góð söguleg skáldsaga á að geta leitt okkur inn í söguna og hvað er sagan annað en mannlíf þegar upp er staðið?

Það er líka umhugsunarefni fyrir grunnskólakennara að á síðustu árum hafa komið út margar góðar barna- og unglingabækur sem fjalla um söguleg efni og eru notendavænar fyrir grunnskólann. Til dæmis mætti nefna Korku sögu eftir Vilborgu Davíðsdóttur sem víða hefur verið notuð í kennslu, söguna Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur og bækur Brynhildar Þórarinsdóttur, bæði endursagnir á Íslendingasögum og frumsamdar bækur á borð við Gásagátuna sem er spennusaga fyrir 6 – 12 ára börn. Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur einnig skrifað bókina Sjáumst aftur. Þar er sagt frá tvennum tímum. Margt fleira mætti hér telja upp.

Tilvísun:
  1. ^ Lauslega byggt á Frode Helland, Norskfaget i globaliseringens tidsalder. Det nye norskfaget 2010.

Mynd:

Höfundur

Kristján Jóhann Jónsson

dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ

Útgáfudagur

16.3.2016

Spyrjandi

Björg Sigurðardóttir

Tilvísun

Kristján Jóhann Jónsson. „Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13363.

Kristján Jóhann Jónsson. (2016, 16. mars). Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13363

Kristján Jóhann Jónsson. „Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13363>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru fengnar til lestrar. Þær þurfa að henta nemendahópnum. Auðvitað mega bækur reyna á nemendur og eiga helst að gera það en nemandinn verður að eiga sæmilega möguleika til skilnings og skapandi lestrar. Þegar best tekst til getur góður kennari notað sögulegar skáldsögur til þess að hjálpa nemendum að mynda sér skoðun á fortíðinni og það er nauðsynlegt. Fortíðin segir okkur yfirleitt fleira um nútíðina en okkur hefði dottið í hug að óreyndu.

Sögulega skáldsagan er tiltölulega ný bókmenntagrein sem óx og dafnaði í tengslum við sagnfræði á nítjándu og tuttugustu öld og lifir enn góðu lífi. Vel heppnuð söguleg skáldsaga segir ekki einungis frá þeirri fortíð sem lýst er. Hún fjallar líka um samtíð höfundarins og notar fortíðina til þess að segja eitt og annað um nútíðina eins og áður var að vikið. Efni góðra sögulegra skáldsagna er valið vegna þess að höfundur telur það eiga sérstakt erindi til samtímans. Allar skáldsögur, líka sögulegar skáldsögur, eru börn síns tíma. Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness er sígilt dæmi. Hún fjallar um efni frá 18. öld en var gefin út á árunum 1943 – 1946. Íslendingar slitu sambandi við Dani og stofnuðu sjálfstætt lýðveldi 1944 og í Íslandsklukkunni má lesa ýmislegt sem beinlínis tengist sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Skáldsagan Waverley (1814) eftir skoska skáldsagnahöfundinn Sir Walter Scott (1771-1832) er stundum talin vera fyrsta sögulega skáldsagan.

Sögulegar skáldsögur gefa hvorki rétta né nákvæma mynd af fortíðinni þó að ýmislegt í þeim teljist satt og rétt. Það er hæpið að ráðast að þeim með einfaldan sannleiksmælikvarða að vopni. Um gildi sögulegra skáldsagna í kennslu gildir reyndar það sama og aðrar bókmenntir: Bókmenntalestur byggir upp víðtæka hæfni til greiningar sem líklega hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Málþroski vex við bókmenntalestur og tungumálið er öflugra en flest annað í því að móta sjálfstæða borgara. Í bókmenntum kynnumst við ævi og veruleika annars fólks og sjáum aðra möguleika en þá sem blasa við næst okkur. Bókmenntir stuðla að styrkri söguvitund og þar eru sögulegar skáldsögur í sérflokki. Bókmenntir og önnur list sýna nemendum heim sem ekki er eins þjakaður af neysluhyggju og gagnsemisþröngsýni og margt annað.[1]

Til þess að söguleg skáldsaga njóti sín og reynist lesendum vel þarf hún að höfða til kunnáttu sem lesandinn hefur eða söguskilnings sem byggður hefur verið upp. Hér komum við aftur að spurningunni sem lögð var fyrir í upphafi. Sögulegar skáldsögur verða heppilegt kennsluefni í grunnskóla ef þær eru vel valdar, hæfa nemendum á því aldursstigi sem um er að ræða og kennarinn gerir nemendum kleift að taka við sögunni. Góð söguleg skáldsaga á að geta leitt okkur inn í söguna og hvað er sagan annað en mannlíf þegar upp er staðið?

Það er líka umhugsunarefni fyrir grunnskólakennara að á síðustu árum hafa komið út margar góðar barna- og unglingabækur sem fjalla um söguleg efni og eru notendavænar fyrir grunnskólann. Til dæmis mætti nefna Korku sögu eftir Vilborgu Davíðsdóttur sem víða hefur verið notuð í kennslu, söguna Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur og bækur Brynhildar Þórarinsdóttur, bæði endursagnir á Íslendingasögum og frumsamdar bækur á borð við Gásagátuna sem er spennusaga fyrir 6 – 12 ára börn. Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur einnig skrifað bókina Sjáumst aftur. Þar er sagt frá tvennum tímum. Margt fleira mætti hér telja upp.

Tilvísun:
  1. ^ Lauslega byggt á Frode Helland, Norskfaget i globaliseringens tidsalder. Det nye norskfaget 2010.

Mynd:

...