Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, allt eftir því hve mikil áhrif tiltekinn einstaklingur getur haft í samfélagslegum málefnum. Auk þess getur lýðræði verið takmarkað með tilliti til kyns, stöðu og aldurs.
Lýðveldi mætti hins vegar líta á sem eins konar form stjórnskipunar, í Íslenskri orðabók er það skilgreint svona:
Þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.Báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands. Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir. Það fer sjaldnast á milli mála hvort að tiltekið ríki sé lýðveldi en aftur á móti þarf að athuga vel hvort þar ríki lýðræði. Í þessu samhengi mætti nefna Norður-Kóreu en opinbert heiti þess er Alþýðulýðveldið Kórea. Áhöld eru þó um hvort að þar ríki raunverulegt lýðræði. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson
- Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)? eftir Hauk Arnþórsson
- Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir? eftir Ólaf Pál Jónsson
- Hvert er formlegt heiti landsins okkar? eftir Ara Pál Kristinsson
- Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. Mörður Árnason ritstjóri. Edda, Reykjavík 2002.
- Sveinn Björnsson. Sótt 3.6.2010.
- Aðildarríki SÞ. Sótt 3.6.2010.
- Norður-Kórea - REUTERS/KCNA. Sótt 3.6.2010.