Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?

Guðni Th. Jóhannesson

1944
Upphaflega voru spurningarnar:

  • Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna?
  • Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti?

Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu máli í stjórnmála- og stjórnarfarssögu lýðveldisins. Sveinn átti ekki langt að sækja áhuga á landsmálum og hæfileika til starfa á opinberum vettvangi. Faðir hans, Björn Jónsson, var lengi ritstjóri Ísafoldar, eins áhrifamesta blaðs landsins síðustu áratugi nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Björn var auk þess annar ráðherra Íslands en í því embætti sat hann árin 1909-11, næstur á eftir Hannesi Hafstein.


Sveinn Björnsson (f. 1881, d. 1952).

Sveinn Björnsson var fæddur árið 1881. Hann tók stúdentspróf aldamótaárið 1900 og lögfræðipróf frá Hafnarháskóla sjö árum síðar. Hann hóf þá lögmannsstörf í Reykjavík og lét síðan talsvert að sér kveða í þjóðmálum. Hann var einn stofnenda Eimskipafélagsins árið 1914 og forstjóri þess næstu sex ár. Einnig var hann meðal stofnenda Brunabótafélags Íslands, Sjóvár og Rauða kross Íslands. Á þessum árum var íslenskt samfélag að breytast hröðum skrefum úr íhaldssömu bænda- og sveitasamfélagi; vélvæðing í sjávarútvegi og togaraútgerð skapaði stóraukið fjármagn í landinu og litla þorpið Reykjavík var að fá á sig vísi að borgarbrag, þótt í litlum mæli væri. Sveinn Björnsson lék þar umtalsvert hlutverk.

Árið 1920 urðu mikil kaflaskil í lífi Sveins. Hann var þá skipaður fyrsti sendiherra Íslands, með aðsetur í Kaupmannahöfn, og gegndi hann því embætti nær óslitið til ársins 1941. Sveinn var í raun miklu meira en sendiherra eins og við þekkjum embættið í dag. Hann þekkti danskt stjórnkerfi mun betur en flestir eða allir á Íslandi, sá um gerð viðskiptasamninga fyrir Íslands hönd og var í raun eins konar viðskipta- og utanríkisráðherra landsins. Og ekki var laust við að Sveini þætti stundum lítið til stjórnmálabaráttunnar koma heima á Íslandi.

Aftur urðu þáttaskil árið 1940, fyrst í apríl þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og hernámu landið, og svo mánuði síðar þegar hernám Breta hófst hér á Íslandi. Sveinn hélt heim á leið og varð ráðgjafi stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum. Við hernám Danmerkur tók Alþingi sér það vald sem konungur hafði haft samkvæmt stjórnarskrá en í maí 1941 var ákveðið að setja á stofn embætti ríkisstjóra. Ríkisstjóri var æðsti embættismaður Íslands, þjóðhöfðingi til bráðabirgða, og kusu þingmenn Svein Björnsson til starfans til eins árs í senn, allt fram til ársins 1944 þegar lýðveldi var stofnað í landinu.

Í ríkisstjóratíð sinni var Sveinn umdeildur meðal margra stjórnmálamanna sem fannst hann fullráðríkur. Sveinn leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa eigin utanþingsstjórn og er það í eina skipti sem til slíks örþrifaráðs hefur verið gripið. Forystumenn þingflokka gátu þó sjálfum sér um kennt og það segir sitt um ósamlyndi þeirra að utanþingsstjórnin sat í um tvö ár, fram yfir lýðveldisstofnunina. Í stríðinu vildi Sveinn auk þess að Íslendingar færu sér hægt í sjálfstæðismálinu og biðu helst með stofnun lýðveldis uns Danmörk væri frjáls undan þýsku oki. Þetta fór í taugarnar á meirihluta þingmanna sem vildu ekki bíða svo lengi með sjálfstæðisstofnun.

Þessi gremja kom gleggst fram í forsetakjörinu á Þingvöllum 17. júní 1944 þegar íslenskt lýðveldi var stofnað. Alþingi skyldi kjósa fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs en síðan yrði hann þjóðkjörinn. Almenningur taldi sig mega búast við því að Sveinn Björnsson hlyti einróma stuðning þingsins en þegar til kom hlaut hann aðeins 30 atkvæði þeirra 52 sem þá sátu á Alþingi. Enn voru þeir margir á þingi, einkum sósíalistar og sjálfstæðismenn, sem voru Sveini gramir fyrir framgöngu hans í embætti ríkisstjóra.


Ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar (þriðji frá vinstri) 14. mars 1950. Sveinn Björnsson situr fyrir miðju.

Sveinn var einn í framboði í forsetakjöri árið 1945 og aftur að fyrsta kjörtímabilinu loknu árið 1949, og kom því ekki til forsetakosninga. Þjóðin var sátt við sinn forseta en stjórnmálamenn fundu þó áfram að stefnu hans í ýmsum málum. Sósíalistar vildu að hann reyndi að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Keflavíkursamninginn svokallaða árið 1946 (sem kvað á um aðstöðu Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli), og sjálfstæðismönnum fannst hann of íhlutunarsamur um stjórnarmyndanir, einkum árið 1950.

Sveinn Björnsson kvæntist danskri konu, Georgiu, árið 1908 og eignuðust þau sex börn. Sveinn lést í embætti í ársbyrjun 1952. Hann hafði þá aflað sér virðingar og trausts í embætti forseta og mótað það talsvert eftir sínu höfði. Hann var virðulegur en barst lítið á, og ekki var fjallað um einkalíf forseta og fjölskyldu hans í fjölmiðlum, enda hafði hann engan áhuga á því og tímarnir voru aðrir þá.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekari upplýsingar og myndir

  • Sveinn Björnsson, Endurminningar.
  • Gylfi Gröndal, Sveinn Björnsson – ævisaga.
  • Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson, Forsetar íslenska lýðveldisins.
  • Heimasíða embættis forseta Íslands, Forseti Íslands.
  • Andlitsmynd af Sveini Forseti Íslands.
  • Ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar Stjórnarráð Íslands.

Höfundur

Guðni Th. Jóhannesson

forseti Íslands og prófessor í sagnfræði

Útgáfudagur

19.1.2006

Síðast uppfært

6.5.2019

Spyrjandi

Elsa Einarsdóttir
Andri Róbertsson, f. 1989
Sigríður Eva Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðni Th. Jóhannesson. „Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5575.

Guðni Th. Jóhannesson. (2006, 19. janúar). Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5575

Guðni Th. Jóhannesson. „Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5575>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?
Upphaflega voru spurningarnar:

  • Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna?
  • Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti?

Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu máli í stjórnmála- og stjórnarfarssögu lýðveldisins. Sveinn átti ekki langt að sækja áhuga á landsmálum og hæfileika til starfa á opinberum vettvangi. Faðir hans, Björn Jónsson, var lengi ritstjóri Ísafoldar, eins áhrifamesta blaðs landsins síðustu áratugi nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Björn var auk þess annar ráðherra Íslands en í því embætti sat hann árin 1909-11, næstur á eftir Hannesi Hafstein.


Sveinn Björnsson (f. 1881, d. 1952).

Sveinn Björnsson var fæddur árið 1881. Hann tók stúdentspróf aldamótaárið 1900 og lögfræðipróf frá Hafnarháskóla sjö árum síðar. Hann hóf þá lögmannsstörf í Reykjavík og lét síðan talsvert að sér kveða í þjóðmálum. Hann var einn stofnenda Eimskipafélagsins árið 1914 og forstjóri þess næstu sex ár. Einnig var hann meðal stofnenda Brunabótafélags Íslands, Sjóvár og Rauða kross Íslands. Á þessum árum var íslenskt samfélag að breytast hröðum skrefum úr íhaldssömu bænda- og sveitasamfélagi; vélvæðing í sjávarútvegi og togaraútgerð skapaði stóraukið fjármagn í landinu og litla þorpið Reykjavík var að fá á sig vísi að borgarbrag, þótt í litlum mæli væri. Sveinn Björnsson lék þar umtalsvert hlutverk.

Árið 1920 urðu mikil kaflaskil í lífi Sveins. Hann var þá skipaður fyrsti sendiherra Íslands, með aðsetur í Kaupmannahöfn, og gegndi hann því embætti nær óslitið til ársins 1941. Sveinn var í raun miklu meira en sendiherra eins og við þekkjum embættið í dag. Hann þekkti danskt stjórnkerfi mun betur en flestir eða allir á Íslandi, sá um gerð viðskiptasamninga fyrir Íslands hönd og var í raun eins konar viðskipta- og utanríkisráðherra landsins. Og ekki var laust við að Sveini þætti stundum lítið til stjórnmálabaráttunnar koma heima á Íslandi.

Aftur urðu þáttaskil árið 1940, fyrst í apríl þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og hernámu landið, og svo mánuði síðar þegar hernám Breta hófst hér á Íslandi. Sveinn hélt heim á leið og varð ráðgjafi stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum. Við hernám Danmerkur tók Alþingi sér það vald sem konungur hafði haft samkvæmt stjórnarskrá en í maí 1941 var ákveðið að setja á stofn embætti ríkisstjóra. Ríkisstjóri var æðsti embættismaður Íslands, þjóðhöfðingi til bráðabirgða, og kusu þingmenn Svein Björnsson til starfans til eins árs í senn, allt fram til ársins 1944 þegar lýðveldi var stofnað í landinu.

Í ríkisstjóratíð sinni var Sveinn umdeildur meðal margra stjórnmálamanna sem fannst hann fullráðríkur. Sveinn leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa eigin utanþingsstjórn og er það í eina skipti sem til slíks örþrifaráðs hefur verið gripið. Forystumenn þingflokka gátu þó sjálfum sér um kennt og það segir sitt um ósamlyndi þeirra að utanþingsstjórnin sat í um tvö ár, fram yfir lýðveldisstofnunina. Í stríðinu vildi Sveinn auk þess að Íslendingar færu sér hægt í sjálfstæðismálinu og biðu helst með stofnun lýðveldis uns Danmörk væri frjáls undan þýsku oki. Þetta fór í taugarnar á meirihluta þingmanna sem vildu ekki bíða svo lengi með sjálfstæðisstofnun.

Þessi gremja kom gleggst fram í forsetakjörinu á Þingvöllum 17. júní 1944 þegar íslenskt lýðveldi var stofnað. Alþingi skyldi kjósa fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs en síðan yrði hann þjóðkjörinn. Almenningur taldi sig mega búast við því að Sveinn Björnsson hlyti einróma stuðning þingsins en þegar til kom hlaut hann aðeins 30 atkvæði þeirra 52 sem þá sátu á Alþingi. Enn voru þeir margir á þingi, einkum sósíalistar og sjálfstæðismenn, sem voru Sveini gramir fyrir framgöngu hans í embætti ríkisstjóra.


Ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar (þriðji frá vinstri) 14. mars 1950. Sveinn Björnsson situr fyrir miðju.

Sveinn var einn í framboði í forsetakjöri árið 1945 og aftur að fyrsta kjörtímabilinu loknu árið 1949, og kom því ekki til forsetakosninga. Þjóðin var sátt við sinn forseta en stjórnmálamenn fundu þó áfram að stefnu hans í ýmsum málum. Sósíalistar vildu að hann reyndi að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Keflavíkursamninginn svokallaða árið 1946 (sem kvað á um aðstöðu Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli), og sjálfstæðismönnum fannst hann of íhlutunarsamur um stjórnarmyndanir, einkum árið 1950.

Sveinn Björnsson kvæntist danskri konu, Georgiu, árið 1908 og eignuðust þau sex börn. Sveinn lést í embætti í ársbyrjun 1952. Hann hafði þá aflað sér virðingar og trausts í embætti forseta og mótað það talsvert eftir sínu höfði. Hann var virðulegur en barst lítið á, og ekki var fjallað um einkalíf forseta og fjölskyldu hans í fjölmiðlum, enda hafði hann engan áhuga á því og tímarnir voru aðrir þá.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekari upplýsingar og myndir

  • Sveinn Björnsson, Endurminningar.
  • Gylfi Gröndal, Sveinn Björnsson – ævisaga.
  • Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson, Forsetar íslenska lýðveldisins.
  • Heimasíða embættis forseta Íslands, Forseti Íslands.
  • Andlitsmynd af Sveini Forseti Íslands.
  • Ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar Stjórnarráð Íslands.
...