Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?

Árni Helgason

Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)

Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.

Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:

Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.

Í 34. grein segir:

Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.
Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.

Báðar greinarnar vísa því til reglna um kosningarétt. Skilyrði þess að hafa kosningarrétt er að finna í 33. grein stjórnarskrárinnar og hljóðar hún svo:

Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.

Í 1. grein laga 24/2000 um kosningar til Alþingis segir:

Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.

Í 4. grein laganna segir:

Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á samkvæmt 1. grein og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar og umboðsmaður Alþingis eru þó ekki kjörgengir.

Ef við tökum þetta saman þá sést að skilyrðin til að mega bjóða sig fram sem forseti Íslands eru:

  • 35 ára aldur
  • Íslenskur ríkisborgararéttur

Skilyrði til þess að bjóða sig fram til þings eru hins vegar:

  • 18 ára aldur
  • Íslenskur ríkisborgararéttur
  • Lögheimili á Íslandi
  • Óflekkað mannorð
  • Gegnir ekki stöðu hæstaréttardómara eða umboðsmanns Alþingis

Af þessu er ljóst að kjörgengisskilyrði fela ekki í sér sjálfstæðar kröfur um íslenskukunnáttu. Íslensks ríkisborgararéttar er hins vegar krafist.

Í lögum 100/1952 eru talin upp þau skilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Íslenskukunnátta er ekki eitt af þeim skilyrðum.

Lagalega eru því ekki gerð skilyrði um íslenskukunnáttu til að njóta kjörgengis.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

8.3.2005

Spyrjandi

Sigurjón Þ.
Róbert Davíðsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4821.

Árni Helgason. (2005, 8. mars). Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4821

Árni Helgason. „Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4821>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?

Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)

Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.

Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:

Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.

Í 34. grein segir:

Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.
Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.

Báðar greinarnar vísa því til reglna um kosningarétt. Skilyrði þess að hafa kosningarrétt er að finna í 33. grein stjórnarskrárinnar og hljóðar hún svo:

Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.

Í 1. grein laga 24/2000 um kosningar til Alþingis segir:

Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.

Í 4. grein laganna segir:

Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á samkvæmt 1. grein og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar og umboðsmaður Alþingis eru þó ekki kjörgengir.

Ef við tökum þetta saman þá sést að skilyrðin til að mega bjóða sig fram sem forseti Íslands eru:

  • 35 ára aldur
  • Íslenskur ríkisborgararéttur

Skilyrði til þess að bjóða sig fram til þings eru hins vegar:

  • 18 ára aldur
  • Íslenskur ríkisborgararéttur
  • Lögheimili á Íslandi
  • Óflekkað mannorð
  • Gegnir ekki stöðu hæstaréttardómara eða umboðsmanns Alþingis

Af þessu er ljóst að kjörgengisskilyrði fela ekki í sér sjálfstæðar kröfur um íslenskukunnáttu. Íslensks ríkisborgararéttar er hins vegar krafist.

Í lögum 100/1952 eru talin upp þau skilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Íslenskukunnátta er ekki eitt af þeim skilyrðum.

Lagalega eru því ekki gerð skilyrði um íslenskukunnáttu til að njóta kjörgengis.

...