Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?

Sigurður Guðmundsson

Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.”

Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:
Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.

Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
Samkvæmt þessu verða menn að uppfylla eftirtalin skilyrði til að geta boðið sig fram til embættis forseta Íslands:
  • vera orðnir 35 ára
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt
Auk þess skal forsetaefni hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000 til að geta boðið sig fram, sbr. 1. mgr. 5. gr. stjórnarskrárinnar.

Hvergi er það gert að skilyrði að forsetaefni skuli hafa “hreint sakavottorð”. Til samanburðar má skoða kjörgengisskilyrði til Alþingis, sem koma fram í 34. gr. stjórnarskrárinnar, en þar er “óflekkað mannorð” gert að skilyrði kjörgengis. Samkvæmt þessu verða menn að hafa óflekkað mannorð til að verða þingmenn en ekki til að verða forseti Íslands.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

25.6.2004

Spyrjandi

Bjarney Halldórsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4376.

Sigurður Guðmundsson. (2004, 25. júní). Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4376

Sigurður Guðmundsson. „Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?
Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.”

Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:
Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.

Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
Samkvæmt þessu verða menn að uppfylla eftirtalin skilyrði til að geta boðið sig fram til embættis forseta Íslands:
  • vera orðnir 35 ára
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt
Auk þess skal forsetaefni hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000 til að geta boðið sig fram, sbr. 1. mgr. 5. gr. stjórnarskrárinnar.

Hvergi er það gert að skilyrði að forsetaefni skuli hafa “hreint sakavottorð”. Til samanburðar má skoða kjörgengisskilyrði til Alþingis, sem koma fram í 34. gr. stjórnarskrárinnar, en þar er “óflekkað mannorð” gert að skilyrði kjörgengis. Samkvæmt þessu verða menn að hafa óflekkað mannorð til að verða þingmenn en ekki til að verða forseti Íslands.

...