Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað.Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða. Í 117. gr. laga um kosningar til Alþingis er fjallað um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Samkvæmt greininni er ekki leyfilegt:
að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenniSamkvæmt þessu nær bann við auglýsingum, sem eiga að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, til kjörstaðar og næsta nágrennis. Auglýsing í útvarpi á kjördag fellur því ekki undir þetta, nema henni væri útvarpað á kjörstað eða í næsta nágrenni hans. Ekki er líklegt að það teljist óleyfilegur kosningaáróður ef íbúi sem býr í næsta nágrenni kjörstaðar, heyrir auglýsingu í eigin útvarpstæki á heimili sínu. Ef íbúinn hækkar hins vegar ótæpilega í viðtækinu þannig að kjósendur á kjörstað komast ekki hjá því að heyra auglýsingarnar, gæti hins vegar verið um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.
að hafa merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á bifreiðum meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að nota gjallarhorn til áróðurs á sama tímaAuglýsingar í útvarpi, sem væru leiknar svo hátt í nágrenni kjörstaðar, að jafnaðist á við gjallarhorn, gætu því hæglega flokkast undir óleyfilegan kosningaáróður. Mynd:
- 84-104 | Depiction of elderly Americans listening to a Fires… | Flickr. (Sótt 27.09.2021). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0