Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðatiltækið að skipta sköpum er notað um eitthvað sem er mjög mikilvægt, eitthvað sem valdið getur straumhvörfum. Orðið sköp er hvorugkynsorð, einungis notað í fleirtölu. Það merkir í fyrsta lagi 'örlög' og er skylt sögninni að skapa og nafnorðinu skap 'hugur, hugarfar'. Í heiðni töldu menn að skapanornir, þ.e. örlaganornir, réðu því hvernig þeim vegnaði í lífinu. Sköp hefur í öðru lagi merkinguna 'reglur' eins og fram kemur í orðinu fundarsköp, þ.e. 'reglur sem nota skal til að stýra fundi réttilega'. Þriðja merking orðsins er 'kynfæri'.
Orðasambandið að skipta sköpum er þekkt í fornu máli. Annað velþekkt orðasamband þar sem sköp kemur fyrir er enginn má sköpum renna en með því er átt við að enginn fái ráðið örlögum sínum.
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?“ Vísindavefurinn, 3. október 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2754.
Guðrún Kvaran. (2002, 3. október). Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2754
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2754>.