Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?

Björn Gústav Jónsson

Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi.

Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein segir: „Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.“ Í 51. grein segir: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.“

Almenningur getur því ekki lagt fram frumvarp á Alþingi heldur einungis alþingismenn sem eru kosnir af þjóðinni í reglulegum alþingiskosningum og starfa í umboði þjóðarinnar. Ráðherrar sem ekki eru alþingismenn geta einnig lagt fram frumvarp á Alþingi en hafa ekki atkvæðisrétt þegar greidd eru atkvæði um mál. Þegar þingmaður forfallast tekur varamaður sæti hans tímabundið og hlýtur þar með vald þingmanns þar til aðalmaður tekur sæti á ný.

Einungis alþingismenn sem eru kosnir af þjóðinni, eða ráðherrar sem ekki eru alþingismenn, geta lagt fram frumvarp á Alþingi.

Í Bretlandi getur almenningur lagt fram tillögu að lagafrumvarpi, einstaklingur þarf 5 manns til þess að flytja frumvarpið með sér, síðan þarf sérstök nefnd að samþykkja að haldin sé undirskriftarsöfnun og þarf minnst 100.000 undirskriftir til að málið sé tekið til umræðu í þingsal.

Á Íslandi kom Stjórnlagaráð með tillögur að nýrri stjórnarskrá sem voru samþykktar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Þar var ákvæði um að tíu af hundraði kosningabærra manna geti lagt fram frumvarp á Alþingi. Enn fremur kemur fram í tillögunum að ef frumvarpið er ekki dregið til baka á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það innan tveggja ára og Alþingi getur ákveðið að hafa atkvæðagreiðsluna bindandi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Björn Gústav Jónsson

BA-nemi í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

8.6.2022

Spyrjandi

Þorvaldur Júlíusson

Tilvísun

Björn Gústav Jónsson. „Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68814.

Björn Gústav Jónsson. (2022, 8. júní). Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68814

Björn Gústav Jónsson. „Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68814>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi.

Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein segir: „Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.“ Í 51. grein segir: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.“

Almenningur getur því ekki lagt fram frumvarp á Alþingi heldur einungis alþingismenn sem eru kosnir af þjóðinni í reglulegum alþingiskosningum og starfa í umboði þjóðarinnar. Ráðherrar sem ekki eru alþingismenn geta einnig lagt fram frumvarp á Alþingi en hafa ekki atkvæðisrétt þegar greidd eru atkvæði um mál. Þegar þingmaður forfallast tekur varamaður sæti hans tímabundið og hlýtur þar með vald þingmanns þar til aðalmaður tekur sæti á ný.

Einungis alþingismenn sem eru kosnir af þjóðinni, eða ráðherrar sem ekki eru alþingismenn, geta lagt fram frumvarp á Alþingi.

Í Bretlandi getur almenningur lagt fram tillögu að lagafrumvarpi, einstaklingur þarf 5 manns til þess að flytja frumvarpið með sér, síðan þarf sérstök nefnd að samþykkja að haldin sé undirskriftarsöfnun og þarf minnst 100.000 undirskriftir til að málið sé tekið til umræðu í þingsal.

Á Íslandi kom Stjórnlagaráð með tillögur að nýrri stjórnarskrá sem voru samþykktar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Þar var ákvæði um að tíu af hundraði kosningabærra manna geti lagt fram frumvarp á Alþingi. Enn fremur kemur fram í tillögunum að ef frumvarpið er ekki dregið til baka á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það innan tveggja ára og Alþingi getur ákveðið að hafa atkvæðagreiðsluna bindandi.

Heimildir og mynd:...