Í greinargerð segir að hugmyndin að merkinu varð til hjá starfsfólki AUK við lestur kafla um Grindavík í bókinni Landið þitt, en þar segir m.a.: „Í landnámabók segir að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu land í Grindavík. Þar segir svo: „Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar."Heimildir og mynd:
- Skjaldarmerki bæjarins. (Sótt 13.11.2024).
- Landnámabók (Sturlubók). (Sótt 13.11.2024).