Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?

JMH og EDS

Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til.

Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum sem nú er undir Íslandi. Landið okkar er þó ekki frá þeim tíma heldur hefur nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum sem síðan rekur út til beggja hliða með um það bil 1 cm hraða á ári og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú finnst ofanjarðar á Íslandi er einungis um 16 milljón ára gamalt en eldra berg er sokkið í sæ.

Homo habilis eða hinn handlagni maður er elsta tegundin af ættkvíslinni Homo. Homo habilis lifði í austurhluta Afríku fyrir 2,4-1,5 milljón árum. Á þeim tíma var Ísland löngu tekið að myndast.

Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það hvenær nútímamaðurinn, Homo sapiens, kom fyrst fram. Lengi vel var ein kenningin sú að hann hafi þróast í Afríku fyrir um 200 þúsund árum en nýlegar rannsóknir benda til þess að nútímamaðurinn hafi mögulega komið fram allt að 100 þúsund árum fyrr.

Endurgerð á Homo habilis, gerð eftir hauskúpu sem fannst í Kenía.

Hundrað þúsund ár til eða frá breyta því þó ekki að það liðu margar milljónir ára frá því að Ísland myndaðist og þar til nútímamaðurinn hóf sína vegferð.

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

13.12.2018

Spyrjandi

Bjartey Unnur Stefánsdóttir

Tilvísun

JMH og EDS. „Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76809.

JMH og EDS. (2018, 13. desember). Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76809

JMH og EDS. „Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?
Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til.

Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum sem nú er undir Íslandi. Landið okkar er þó ekki frá þeim tíma heldur hefur nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum sem síðan rekur út til beggja hliða með um það bil 1 cm hraða á ári og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú finnst ofanjarðar á Íslandi er einungis um 16 milljón ára gamalt en eldra berg er sokkið í sæ.

Homo habilis eða hinn handlagni maður er elsta tegundin af ættkvíslinni Homo. Homo habilis lifði í austurhluta Afríku fyrir 2,4-1,5 milljón árum. Á þeim tíma var Ísland löngu tekið að myndast.

Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það hvenær nútímamaðurinn, Homo sapiens, kom fyrst fram. Lengi vel var ein kenningin sú að hann hafi þróast í Afríku fyrir um 200 þúsund árum en nýlegar rannsóknir benda til þess að nútímamaðurinn hafi mögulega komið fram allt að 100 þúsund árum fyrr.

Endurgerð á Homo habilis, gerð eftir hauskúpu sem fannst í Kenía.

Hundrað þúsund ár til eða frá breyta því þó ekki að það liðu margar milljónir ára frá því að Ísland myndaðist og þar til nútímamaðurinn hóf sína vegferð.

Mynd:

...