Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræðilegt fyrirbrigði sem er líkt við "skaft"?Skaptá er nefnd í Landnámabók (Ísl. fornrit I, bls. 326) og Skaptafellsþing sömuleiðis (Ísl. fornrit I, bls. 328). Skaftafell hefur því verið þekkt frá fornu fari sem örnefni eða bær. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki, samanber að Skaftá er markafljót milli sýslna.

Skaftárjökull ef að öllum líkindum ekki kenndur við neinn Skafta. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki.
- Trail Skaftafellsheiði, Iceland 05.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Michal Klajban. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. (Sótt 13. 11. 2018).