Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?

Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...

category-iconVeðurfræði

Eru óveður algeng um páska (páskahret)?

Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...

category-iconVeðurfræði

Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?

Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var Gaston Julia?

Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?

Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?

Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á Prússlandi og Þýskalandi?

Bæði þessi hugtök eiga sér langa sögu, en í grófum dráttum er munurinn sá að Prússland var eitt þeirra ríkja sem myndaði þýska keisaradæmið í byrjun árs 1871, en það er rótin að því sem við köllum nú Þýskaland. Prússland var reyndar upphaflega pólskt hertogadæmi, með Königsberg (sem nú heitir Kaliningrad og ti...

category-iconStærðfræði

Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%

Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?

Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

category-iconNæringarfræði

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?

Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?

Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp á lyftum?

Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...

Fleiri niðurstöður