Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á lyftum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af því tagi sé nauðsynlegur þegar hof og aðrar stærri byggingar séu reistar. Höfundurinn lætur þess einnig getið að hægt sé að nota búnaðinn til að lesta skip.

Í sumum heimildum á Netinu er sagt að Vitrúvíus hafi eignað Forngrikkjanum Arkímedesi uppfinningu lyftunnar.[1] Ekkert í ritinu De architectura bendir hins vegar til þess. Þessi misskilningur virðist hafa ratað inn í margar heimildir.

Mynd af lyftu í handriti frá 1405.

Eiginlegar farþegalyftur komu fyrst fram þegar bandaríski uppfinningamaðurinn Elisha Graves Otis (1811-1861) fann upp öryggisbúnað sem kom í veg fyrir að lyftur féllu niður, þrátt fyrir að reipi eða togvírar slitnuðu. Otis sýndi öryggisbúnaðinn fyrst á sýningu í Kristalshöllinni í New York árið 1853. Fyrsta farþegalyftan með búnaðinum var tekin í notkun í New York árið 1857. Hún var gufuknúin og fór fimm hæðir á tæpri einni mínútur. Gufuknúnar lyftur höfðu fyrst komið fram á fyrri hluta 19. aldar og voru þá notaðar í námum.

Rafknúnar lyftur komu fram um 1885. Hraði á lyftum jókst jafnt og þétt. Árið 1931 var hægt að fara 365 m á einni mínútu í lyftu í Empire State-byggingunni og árið 1970 var sett upp lyfta í Chicago sem fór 549 m á einni mínútu.

Teikning af lyftubúnaði sem fylgdi með einkaleyfisumsókn bandaríska uppfinningamannsins Elisha Otis árið 1861.

Lyftur voru ein forsenda skýjakljúfa, enda ekki æskilegt að byggja háar byggingar eingöngu með stigum. Í mjög háum byggingum þurfa lyftur að vera afar hraðarvirkar. Mikill kostnaður við þjónustukerfi í háhýsum takmarkar hæð þeirra. Um það má lesa meira í svari Júlíusar Sólnes við spurningunni Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi? Fyrstu skýjakljúfarnir voru byggðir á síðari hluta 19. aldar, aðallega í New York og Chicago.

Heimildir:

Myndir:

Tilvísun:
  1. ^ Á síðunni Elevator - Wikipedia, the free encyclopedia, segir til dæmis: „The earliest known reference to an elevator is in the works of the Roman architect Vitruvius, who reported that Archimedes (c. 287 BC – c. 212 BC) built his first elevator probably in 236 BC.“

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.8.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp á lyftum?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2016, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72547.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2016, 31. ágúst). Hver fann upp á lyftum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72547

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp á lyftum?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2016. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp á lyftum?
Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af því tagi sé nauðsynlegur þegar hof og aðrar stærri byggingar séu reistar. Höfundurinn lætur þess einnig getið að hægt sé að nota búnaðinn til að lesta skip.

Í sumum heimildum á Netinu er sagt að Vitrúvíus hafi eignað Forngrikkjanum Arkímedesi uppfinningu lyftunnar.[1] Ekkert í ritinu De architectura bendir hins vegar til þess. Þessi misskilningur virðist hafa ratað inn í margar heimildir.

Mynd af lyftu í handriti frá 1405.

Eiginlegar farþegalyftur komu fyrst fram þegar bandaríski uppfinningamaðurinn Elisha Graves Otis (1811-1861) fann upp öryggisbúnað sem kom í veg fyrir að lyftur féllu niður, þrátt fyrir að reipi eða togvírar slitnuðu. Otis sýndi öryggisbúnaðinn fyrst á sýningu í Kristalshöllinni í New York árið 1853. Fyrsta farþegalyftan með búnaðinum var tekin í notkun í New York árið 1857. Hún var gufuknúin og fór fimm hæðir á tæpri einni mínútur. Gufuknúnar lyftur höfðu fyrst komið fram á fyrri hluta 19. aldar og voru þá notaðar í námum.

Rafknúnar lyftur komu fram um 1885. Hraði á lyftum jókst jafnt og þétt. Árið 1931 var hægt að fara 365 m á einni mínútu í lyftu í Empire State-byggingunni og árið 1970 var sett upp lyfta í Chicago sem fór 549 m á einni mínútu.

Teikning af lyftubúnaði sem fylgdi með einkaleyfisumsókn bandaríska uppfinningamannsins Elisha Otis árið 1861.

Lyftur voru ein forsenda skýjakljúfa, enda ekki æskilegt að byggja háar byggingar eingöngu með stigum. Í mjög háum byggingum þurfa lyftur að vera afar hraðarvirkar. Mikill kostnaður við þjónustukerfi í háhýsum takmarkar hæð þeirra. Um það má lesa meira í svari Júlíusar Sólnes við spurningunni Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi? Fyrstu skýjakljúfarnir voru byggðir á síðari hluta 19. aldar, aðallega í New York og Chicago.

Heimildir:

Myndir:

Tilvísun:
  1. ^ Á síðunni Elevator - Wikipedia, the free encyclopedia, segir til dæmis: „The earliest known reference to an elevator is in the works of the Roman architect Vitruvius, who reported that Archimedes (c. 287 BC – c. 212 BC) built his first elevator probably in 236 BC.“

...