Túlkun í anda söguskekkjunnar hefur haft mikil áhrif innan vísindasögunnar. Það stafar af því að sagnfræðingum hafa virst vísindin sérstaklega tengd framförum. Sumir vísindasagnfræðingar hafa þess vegna litið á vísindalega þekkingu á okkar dögum sem altækan mælikvarða, sem hægt væri að leggja á allar fyrri tilraunir til að skilja náttúruna. Þetta vildi einkum við brenna fyrir 1950 eða svo. Í grófustu mynd verður söguskekkja í vísindasögu, eins og í stjórnmálasögu, til þess að brengla söguna og gera hana að frásögn af hetjum (sem settu fram hugmyndir í samræmi við núverandi stöðu vísindalegrar þekkingar) og þorpurum. Þessi öfgakennda söguskekkja hefur sætt harðri gagnrýni ..., og er nú mjög á undanhaldi í fræðigreininni.Annar maður, sem hefur ekki síður átt hlut að því að leiðrétta söguskekkjuna í vísindasögunni, er rússnesk-franski vísindaheimspekingurinn og vísindasagnfræðingurinn Alexandre Koyré. Hann hefur meðal annars ritað mikið um byltingu Kópernikusar og aðdraganda hennar. Mynd:
- File:Paris School of Physics and Chemistry Laboratory 1884.png - Wikimedia Commons. (Sótt 10.01.2014).
Texti þessa svars er að mestu fenginn úr bókinni Heimsmynd á hverfanda hveli frá 1986 eftir Þorstein Vilhjálmsson.