Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3231 svör fundust
Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...
„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?
Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....
Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?
Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...
Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?
Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu f...
Hvað er kampýlóbakter?
Campylobacter er eins og nafnið ber með sér baktería. Bókstaflega merkir campylo boginn eða beygður en orðið er grískt. Bacter merkir stafur. Bakterían, sem kalla má kampýlóbakter á íslensku, fannst fyrst í látnum fóstrum kinda árið 1909. Til eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir af kampýlóbakter. Það var ek...
Hvað er gullinsnið?
Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...
Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...
Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?
Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...
Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...
Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...
Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?
Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...
Hvað er basalt?
Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...
Hvað er sykurstuðull?
Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna ...
Hvað eru surtseysk eldgos?
Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...