Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt.

Í 25. kafla almennra hegningarlaga er fjallað um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði um flesta refsiverða háttsemi en um ýmsa viðamikla brotaflokki eru að auki sérstök lög.

Refsirammi ákvæðanna í 25. kafla er frá sektum og upp í ýmist eins eða tveggja ára fangelsi og er það þyngsta refsing sem dæma má mann í vegna meiðyrða. Ekki tíðkast þó að dæma menn í fangelsi vegna ærumeiðingarbrota heldur eru sektir látnar duga sem refsing, auk þess sem sá sem brotið var gegn getur átt bótarétt og hægt er að dæma ummæli ómerk. Enn fremur getur brotaþoli krafist þess að hinn dæmdi kosti opinbera birtingu dómsins, svo sem í morgun- eða dagblaði. Síðastnefnda úrræðið á að stuðla að því að sá sem meiðyrði beindust að endurheimti mannorð sitt með því að almenningi sé gert ljóst að ummælin voru óréttmæt.

Ákvæði þessa kafla eru nokkuð flókin og er þar að finna umfjöllun um ærumeiðingar í ýmsum birtingarmyndum. Þau ákvæði sem helst koma til skoðunar í málum milli einstaklinga eru þó þessi:
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.

Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Nokkuð algengt er að mál sem varða meiðyrði komi fyrir dómstóla en það getur verið torvelt að ná fram sakfellingu. Ástæður þess eru margþættar. Í fyrsta lagi er tjáningarfrelsið verndað í stjórnarskránni og þarf mikið til að koma svo að vegið sé að stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Í öðru lagi getur verið erfitt að sanna ummæli nema þau séu beinlínis til á prenti. Í þriðja lagi geta alls kyns hugtök verið ákaflega afstæð. Menn eru misjafnlega viðkvæmir og hugmyndir um meiðyrði persónubundnar. Fyrir dómi getur niðurstaðan svo oltið á því hvort dómari túlkar ákveðin ummæli sem meiðyrði.

Sem dæmi um þetta má nefna Hæstaréttardóm í máli nr. 337/1998. Þar var meðal annars deilt um það hvort í hugtakinu "fjárglæfrastarfsemi" fælist ærumeiðing eður ei. Héraðsdómari taldi um meiðyrði að ræða. Hæstiréttur var ósammála, taldi þetta orð ekki endilega vísa til refsiverðrar háttsemi og sýknaði viðkomandi enda þótti ekki sýnt fram á að hann hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Af þessu má glöggt sjá hve mörkin milli ærumeiðinga annars vegar og ókurteislegra ummæla hins vegar eru óljós.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.5.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5866.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 8. maí). Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5866

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5866>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt.

Í 25. kafla almennra hegningarlaga er fjallað um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði um flesta refsiverða háttsemi en um ýmsa viðamikla brotaflokki eru að auki sérstök lög.

Refsirammi ákvæðanna í 25. kafla er frá sektum og upp í ýmist eins eða tveggja ára fangelsi og er það þyngsta refsing sem dæma má mann í vegna meiðyrða. Ekki tíðkast þó að dæma menn í fangelsi vegna ærumeiðingarbrota heldur eru sektir látnar duga sem refsing, auk þess sem sá sem brotið var gegn getur átt bótarétt og hægt er að dæma ummæli ómerk. Enn fremur getur brotaþoli krafist þess að hinn dæmdi kosti opinbera birtingu dómsins, svo sem í morgun- eða dagblaði. Síðastnefnda úrræðið á að stuðla að því að sá sem meiðyrði beindust að endurheimti mannorð sitt með því að almenningi sé gert ljóst að ummælin voru óréttmæt.

Ákvæði þessa kafla eru nokkuð flókin og er þar að finna umfjöllun um ærumeiðingar í ýmsum birtingarmyndum. Þau ákvæði sem helst koma til skoðunar í málum milli einstaklinga eru þó þessi:
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.

Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Nokkuð algengt er að mál sem varða meiðyrði komi fyrir dómstóla en það getur verið torvelt að ná fram sakfellingu. Ástæður þess eru margþættar. Í fyrsta lagi er tjáningarfrelsið verndað í stjórnarskránni og þarf mikið til að koma svo að vegið sé að stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Í öðru lagi getur verið erfitt að sanna ummæli nema þau séu beinlínis til á prenti. Í þriðja lagi geta alls kyns hugtök verið ákaflega afstæð. Menn eru misjafnlega viðkvæmir og hugmyndir um meiðyrði persónubundnar. Fyrir dómi getur niðurstaðan svo oltið á því hvort dómari túlkar ákveðin ummæli sem meiðyrði.

Sem dæmi um þetta má nefna Hæstaréttardóm í máli nr. 337/1998. Þar var meðal annars deilt um það hvort í hugtakinu "fjárglæfrastarfsemi" fælist ærumeiðing eður ei. Héraðsdómari taldi um meiðyrði að ræða. Hæstiréttur var ósammála, taldi þetta orð ekki endilega vísa til refsiverðrar háttsemi og sýknaði viðkomandi enda þótti ekki sýnt fram á að hann hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Af þessu má glöggt sjá hve mörkin milli ærumeiðinga annars vegar og ókurteislegra ummæla hins vegar eru óljós.

Heimildir:...