Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Haukur Már Helgason

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar.

Konfúsíus og Lao Tse spila Go en meira má lesa um Go á vefnum Kiseido.

Yngvi Jóhannesson ritar í eftirmála 2. útgáfu bókarinnar frá 1971 (útgefandi: Stafafell):
Þungamiðjan í riti Lao-ts er Tao, hið órannsakanlega upphaf og viðhald alls, leyndardómur tilverunnar. Honum finnst það vera blíður og velviljaður máttur, sem menn þurfi að reyna að komast í samræmi við. Orðið Tao þýðir eiginlega vegur og virðist upphaflega tákna starfsemi hins órannsakanlega, sem öll tilveran hvílir á. Jafnframt hefir verið farið að nota orðið um sjálft hið dularfulla vald, sem ávallt er að starfi. Sumir þýðendur hafa notað orðið „guð", en það verður ekki séð, að Lao-tse hugsi sér Tao persónulegt. Að taka upp í þýðingu orðið Tao er sízt frjóvgandi fyrir skilninginn, og virðist vera betra að fá því hið íslenska heiti „Alvaldið". Það orð segir ekkert um það, hvers eðlis þetta vald sé, hvort það sé að nokkru leyti persónulegt eða ekki, guð eða náttúra -- aðeins, að það sé undirrót alls, dýpsta frumorsök allrar tilvistar. [...] Tao [þýðir] upphaflega vegur, og er það sumsstaðar nefnt vegur himinsins, til aðgreiningar frá vegum mannanna, sem oft eru allir aðrir."
Rit 4. aldar mannsins Kwang-tse hefur reynst túlkendum Bókarinnar um veginn drjúgt veganesti. Hann segir meðal annars (tekið úr fyrrnefndum eftirmála):

Orð eiga sér engan stað um hið óendanlega og óþrotlega. Nafn Alvaldsins er líking, notuð til þess að lýsa því .... Ef orð nægðu til þess, gæti það orðið okkur útrætt mál á einum degi, en þar eð þau eru ófullnægjandi, mundi umræðuefnið ekki hafa verið annað en (óviðkomandi) hlutir, þótt við töluðum allan daginn. Alvaldið er hið yzta, sem hlutirnir benda okkur á."

Sú saga fer af Bókinni um veginn að hana hafi Lao Tse ritað að ósk landamæravarðar í fjallaskarði sem hann hafi dvalist hjá, á leið sinni burt frá Kína.

Enginn veit hvar Lao Tse dó.

---

Úr Bókinni um veginn:

VII. AÐ DRAGA SIG Í HLÉ.

1. Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast.

2. Þannig er hinn vitri -- hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því, að hann lifir ekki sjálfum sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.8.2000

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=773.

Haukur Már Helgason. (2000, 11. ágúst). Hver var Lao Tse og hvað gerði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=773

Haukur Már Helgason. „Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar.

Konfúsíus og Lao Tse spila Go en meira má lesa um Go á vefnum Kiseido.

Yngvi Jóhannesson ritar í eftirmála 2. útgáfu bókarinnar frá 1971 (útgefandi: Stafafell):
Þungamiðjan í riti Lao-ts er Tao, hið órannsakanlega upphaf og viðhald alls, leyndardómur tilverunnar. Honum finnst það vera blíður og velviljaður máttur, sem menn þurfi að reyna að komast í samræmi við. Orðið Tao þýðir eiginlega vegur og virðist upphaflega tákna starfsemi hins órannsakanlega, sem öll tilveran hvílir á. Jafnframt hefir verið farið að nota orðið um sjálft hið dularfulla vald, sem ávallt er að starfi. Sumir þýðendur hafa notað orðið „guð", en það verður ekki séð, að Lao-tse hugsi sér Tao persónulegt. Að taka upp í þýðingu orðið Tao er sízt frjóvgandi fyrir skilninginn, og virðist vera betra að fá því hið íslenska heiti „Alvaldið". Það orð segir ekkert um það, hvers eðlis þetta vald sé, hvort það sé að nokkru leyti persónulegt eða ekki, guð eða náttúra -- aðeins, að það sé undirrót alls, dýpsta frumorsök allrar tilvistar. [...] Tao [þýðir] upphaflega vegur, og er það sumsstaðar nefnt vegur himinsins, til aðgreiningar frá vegum mannanna, sem oft eru allir aðrir."
Rit 4. aldar mannsins Kwang-tse hefur reynst túlkendum Bókarinnar um veginn drjúgt veganesti. Hann segir meðal annars (tekið úr fyrrnefndum eftirmála):

Orð eiga sér engan stað um hið óendanlega og óþrotlega. Nafn Alvaldsins er líking, notuð til þess að lýsa því .... Ef orð nægðu til þess, gæti það orðið okkur útrætt mál á einum degi, en þar eð þau eru ófullnægjandi, mundi umræðuefnið ekki hafa verið annað en (óviðkomandi) hlutir, þótt við töluðum allan daginn. Alvaldið er hið yzta, sem hlutirnir benda okkur á."

Sú saga fer af Bókinni um veginn að hana hafi Lao Tse ritað að ósk landamæravarðar í fjallaskarði sem hann hafi dvalist hjá, á leið sinni burt frá Kína.

Enginn veit hvar Lao Tse dó.

---

Úr Bókinni um veginn:

VII. AÐ DRAGA SIG Í HLÉ.

1. Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast.

2. Þannig er hinn vitri -- hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því, að hann lifir ekki sjálfum sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...