Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sykurstuðull?

Axel F. Sigurðsson

Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna hafa á blóðsykur. Hann lýsir í raun hversu hratt 50 g af tiltekinni fæðu umbreytist í sykur (glúkósa).

Bláber hafa sykurstuðulinn 53 og jarðaber 40.

Sykurstuðull mælir áhrif tiltekinnar fæðu á blóðsykur. Fæða með háan sykurstuðul veldur hraðri og mikilli hækkun á blóðsykri en fæða með lágan sykurstuðul veldur minni og hægari hækkun á blóðsykri.

Sykurstuðull er gagnlegt mælitæki til að lýsa mismunandi áhrifum kolvetna á blóðsykur. Almennt er talið að fæða með lágan sykurstuðul sé hollari en fæða með háan sykurstuðul. Mataræði sem leggur áherslu á fæðu með lágan sykurstuðul getur lækkað hættuna á sykursýki af tegund 2 og bætt sykurstjórnun hjá þeim sem hafa sykursýki. Fæða með lágan sykurstuðul er líklegri til að hækka HDL-kólesteról (góða kólesterólið) og getur jafnvel dregið úr hættu á hjartaáföllum. Rannsóknir benda einnig til þess að mataræði sem samanstendur af lítilli fitu og miklum kolvetnum til að minnka offitu sé gagnlegra ef það innheldur kolvetni með lágan sykurstuðul.

Heimildir og mynd:
  • DJ Jenkins et al. Glycemic index of foods: a physiological basis for carbohydrate exchange. Am J Clin Nutr 1981; 34; 362-366.
  • Insel P, Ross D, McMahon, Bernstein M. Nutrition, Fourth Edition, Jones and Bartlett Publishers 2011, p. 162-163.
  • Foster-Powell K, Holt SHA, Brand-Miller JC. International table of glycemic index and glycemic load values 2002 Am J Clin Nutr; 2002;76:5-56.
  • Willet W, Manson J, Liu S. Glycemic Index, glycemic load, and risk of type 2 diabetes. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl):267S-280S.
  • Leeds AR. Glycemic index and heart disease. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl)286S-289S.
  • Pawlak DB, Ebbeling CB, Ludwig DS. Should obese patients be counseled to follow a low-glycemic index diet? Yes. Obes Rev 2002;3:235-243.
  • Mynd: Glycemic Index - The GI Foundation. (Sótt 23. 4. 2013).


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Axel F. Sigurðsson

hjartalæknir

Útgáfudagur

13.5.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Axel F. Sigurðsson. „Hvað er sykurstuðull?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65151.

Axel F. Sigurðsson. (2013, 13. maí). Hvað er sykurstuðull? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65151

Axel F. Sigurðsson. „Hvað er sykurstuðull?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sykurstuðull?
Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna hafa á blóðsykur. Hann lýsir í raun hversu hratt 50 g af tiltekinni fæðu umbreytist í sykur (glúkósa).

Bláber hafa sykurstuðulinn 53 og jarðaber 40.

Sykurstuðull mælir áhrif tiltekinnar fæðu á blóðsykur. Fæða með háan sykurstuðul veldur hraðri og mikilli hækkun á blóðsykri en fæða með lágan sykurstuðul veldur minni og hægari hækkun á blóðsykri.

Sykurstuðull er gagnlegt mælitæki til að lýsa mismunandi áhrifum kolvetna á blóðsykur. Almennt er talið að fæða með lágan sykurstuðul sé hollari en fæða með háan sykurstuðul. Mataræði sem leggur áherslu á fæðu með lágan sykurstuðul getur lækkað hættuna á sykursýki af tegund 2 og bætt sykurstjórnun hjá þeim sem hafa sykursýki. Fæða með lágan sykurstuðul er líklegri til að hækka HDL-kólesteról (góða kólesterólið) og getur jafnvel dregið úr hættu á hjartaáföllum. Rannsóknir benda einnig til þess að mataræði sem samanstendur af lítilli fitu og miklum kolvetnum til að minnka offitu sé gagnlegra ef það innheldur kolvetni með lágan sykurstuðul.

Heimildir og mynd:
  • DJ Jenkins et al. Glycemic index of foods: a physiological basis for carbohydrate exchange. Am J Clin Nutr 1981; 34; 362-366.
  • Insel P, Ross D, McMahon, Bernstein M. Nutrition, Fourth Edition, Jones and Bartlett Publishers 2011, p. 162-163.
  • Foster-Powell K, Holt SHA, Brand-Miller JC. International table of glycemic index and glycemic load values 2002 Am J Clin Nutr; 2002;76:5-56.
  • Willet W, Manson J, Liu S. Glycemic Index, glycemic load, and risk of type 2 diabetes. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl):267S-280S.
  • Leeds AR. Glycemic index and heart disease. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl)286S-289S.
  • Pawlak DB, Ebbeling CB, Ludwig DS. Should obese patients be counseled to follow a low-glycemic index diet? Yes. Obes Rev 2002;3:235-243.
  • Mynd: Glycemic Index - The GI Foundation. (Sótt 23. 4. 2013).


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi.

...