Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1561 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka geisladiskar?

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru geimverur stórar?

Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?

Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta kattategundin?

Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar dýr er fjallaflauti?

Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?

Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi...

category-icon1918

Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?

Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda ha...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?

Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...

category-iconHagfræði

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers? Lítið samband...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

Fleiri niðurstöður