Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo sem að auka skilvirkni, efla þjónustu og auka nýsköpun. Það eru helst stjórnendur stærri fyrirtækja sem hafa mótað stefnu um þekkingarstjórnun. Þau fyrirtæki sem innleitt hafa þekkingarstjórnun eru líklegri til að telja að ákvarðanataka hafi batnað innan fyrirtækjanna, hæfni starfsfólks hafi aukist, kostnaður hafi lækkað og að starfsmannavelta hafi minnkað.

Annað rannsóknarsvið Inga Rúnars er útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum. Útvistun felur í sér afhendingu á vöru eða þjónustu af utanaðkomandi rekstraraðila, það er aðila utan marka fyrirtækisins. Mikill meirihluti þjónustufyrirtækja hérlendis hefur útvistað rekstrarþáttum eins og tölvumálum, ræstingum, mötuneyti, bókhaldi og fleirum. Stærri fyrirtæki útvista meira en minni fyrirtækin og þau hafa frekar mótað sér stefnu um útvistun. Helsta ástæða útvistunar er stefnumiðuð, það er til að einfalda reksturinn, fá aðgang að sérfræðiþekkingu eða álíka. Lækkun rekstrarkostnaðar er einnig algeng ástæða útvistunar og jókst sú áhersla eftir efnahagshrunið 2008.

Ingi Rúnar hefur meðal annars stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum.

Þriðja rannsóknarsvið Inga Rúnars fjallar um háskóla utan stórborga og áhrif þeirra á nærliggjandi efnahagslíf og samfélag. Háskólarnir hafa margvísleg efnahagsleg áhrif þegar laun háskólastarfsfólks og aðkeypt þjónusta er höfð í huga. Háskólamenntuðum einstaklingum fjölgar til muna, alþjóðleg tengsl aukast, þekkingaryfirfærsla á sér stað frá háskólum til fyrirtækja og ímynd svæða breytast í tímans rás.

Ingi Rúnar Eðvarðsson er fæddur í Keflavík árið 1958 og lauk hann stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1979. Hann lauk BA-prófi í félags- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og kennsluréttindum árið 1983. Ingi Rúnar lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Félagsfræðideild Lundarháskóla árið 1992. Hann hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 2011, en var áður kennari við Háskólann á Akureyri um 15 ára skeið.

Mynd:
  • Úr safni IRE.

Útgáfudagur

1.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76569.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76569

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?
Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo sem að auka skilvirkni, efla þjónustu og auka nýsköpun. Það eru helst stjórnendur stærri fyrirtækja sem hafa mótað stefnu um þekkingarstjórnun. Þau fyrirtæki sem innleitt hafa þekkingarstjórnun eru líklegri til að telja að ákvarðanataka hafi batnað innan fyrirtækjanna, hæfni starfsfólks hafi aukist, kostnaður hafi lækkað og að starfsmannavelta hafi minnkað.

Annað rannsóknarsvið Inga Rúnars er útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum. Útvistun felur í sér afhendingu á vöru eða þjónustu af utanaðkomandi rekstraraðila, það er aðila utan marka fyrirtækisins. Mikill meirihluti þjónustufyrirtækja hérlendis hefur útvistað rekstrarþáttum eins og tölvumálum, ræstingum, mötuneyti, bókhaldi og fleirum. Stærri fyrirtæki útvista meira en minni fyrirtækin og þau hafa frekar mótað sér stefnu um útvistun. Helsta ástæða útvistunar er stefnumiðuð, það er til að einfalda reksturinn, fá aðgang að sérfræðiþekkingu eða álíka. Lækkun rekstrarkostnaðar er einnig algeng ástæða útvistunar og jókst sú áhersla eftir efnahagshrunið 2008.

Ingi Rúnar hefur meðal annars stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum.

Þriðja rannsóknarsvið Inga Rúnars fjallar um háskóla utan stórborga og áhrif þeirra á nærliggjandi efnahagslíf og samfélag. Háskólarnir hafa margvísleg efnahagsleg áhrif þegar laun háskólastarfsfólks og aðkeypt þjónusta er höfð í huga. Háskólamenntuðum einstaklingum fjölgar til muna, alþjóðleg tengsl aukast, þekkingaryfirfærsla á sér stað frá háskólum til fyrirtækja og ímynd svæða breytast í tímans rás.

Ingi Rúnar Eðvarðsson er fæddur í Keflavík árið 1958 og lauk hann stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1979. Hann lauk BA-prófi í félags- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og kennsluréttindum árið 1983. Ingi Rúnar lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Félagsfræðideild Lundarháskóla árið 1992. Hann hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 2011, en var áður kennari við Háskólann á Akureyri um 15 ára skeið.

Mynd:
  • Úr safni IRE.
...